Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 7
5
Eftir að hann lét af prófessorsembætti árið 1953 gegndi hann
prófdómarastörfum við læknadeild og var með þeim hætti tengd-
ur Háskólanum allt til dánardægurs. Prófessor Guðmundur var
afburða vinsæll meðal stúdenta og samkennara, fjörmikill og
skemmtilegur, hlýr, hollráður og hjálpfús. Við söknum hans og
minnumst hans með virðingu, hlýhug og þökk.
Að venju mun nú fyrst vikið að skólastarfinu s.l. ár og í upp-
hafi þessa háskólaárs, en síðar mun ég ræða um nokkur almenn
viðhorf í háskólamálum.
I.
Á s.l. háskólaári luku tveir kandídatar doktorsprófi, Guðmund-
ur Björnsson, augnlæknir, í læknisfræði og Gunnar Thoroddsen,
sendiherra, í lögfræði. Kandídatsprófi eða öðru burtfararprófi
luku 115 kandídatar, en 7 að auki nú í haust. Er athyglisvert, að
verkfræðistúdentar eru þar fjölmennastir 26 talsins, og hefir
það ekki komið fyrir áður, þá eru kandídatar í lögfræði 23, B.A.-
prófum luku 22, í læknisfræði voru kandídatar 19, í viðskipta-
fræði 12, í tannlækningum 6, meistaraprófi í íslenzkum fræðum
luku 2, kandídatsprófi í guðfræði 2, íslenzkuprófi fyrir erlenda
stúdenta luku 2, en einn kandídatsprófi í sagnfræði. Hafa kandí-
datar aldrei fyrr verið jafn margir og s.l. háskólaár, og er það
vissulega fagnaðarefni, því að áþreifanlegasti mælikvarði á starf-
semi Háskólans hlýtur að vera sá, hversu margir ljúka héðan
prófum.
Verkfræði er kennd hér við Háskólann, eins og kunnugt er, í
þrjú ár til fyrrahlutaprófs, en stúdentar vistast síðan yfirleitt í
u. þ. b. þrjú ár við erlenda verkfræðiháskóla. Lengstum veitti
Tækniháskóli Danmerkur viðtöku öllum stúdentum, er luku hér
fyrrihlutaprófi, og með því vann sá skóli okkur ómetanlegt gagn,
en allt samstarf við þá ágætu menntastofnun hefir verið framúr-
skarandi ánægjulegt og vinsamlegt. Árið 1963 náðist samkomu-
lag við Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi um, að sá skóli tæki