Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 22
20
Ég lýk máli mínu með því að þakka fyrir ágætt samstarf við
hæstvirta ráðherra menntamála og f jármála svo og við háttvirt
Alþingi. Ég þakka háskólaráðsmönnum og öðrum samkennurum
fyrir ánægjulega samvinnu, og ég þakka framúrskarandi gott
samstarf við stúdentaráð, stúdentafélög og stúdenta alla. Ég
sendi foreldrum og öðrum vandamönnum hvarvetna á landi hér
kveðjur Háskólans.
Ég óska yður öllum, sem mál mitt heyrið, árs og friðar.
Að lokinni ræðu rektors söng Stúdentakórinn fimm lög undir
stjórn Jóns Þórarinssonar, tónskálds. Að svo búnu ávarpaði
rektor nýstúdenta, þeir gengu fyrir hann, og einn úr þeirra hópi
flutti stutt ávarp. Athöfninni lauk með því, að samkomugestir
sungu þjóðsönginn.
III. ATHAFNIR TIL AFHENDINGAR
PRÓFSKÍRTEINA
fóru fram 8. febrúar 1969 í kennarastofu og 14. júní 1969 í há-
tíðasal. Við síðarnefndu athöfnina flutti rektor ræðu þá, sem
hér fer á eftir:
Herra forseti íslands, hæstvirti menntamálaráðherra,
Rector Magnifice Electe, kæru kandídatar, kæru samkennarar,
háttvirta samkoma.
Ég býð yður öll velkomin til þessarar athafnar, sem til er
stofnað til hátíðabrigða, er kandídötum eru afhent prófskírteini
þeirra, og í því skyni að samfagna þeim.
Ég býð sérstaklega velkominn herra forseta Islands og þakka
honum þá sæmd, er hann sýnir Háskólanum með því að sækja
þessa hátíð. Ég býð velkominn hæstvirtan menntamálaráðherra,
sem ávallt hefir sýnt Háskólanum þá sæmd að sækja hátíðir hans.
Á háskólaárinu 1918—19 luku 7 kandídatar prófum frá Há-
skólanum. Tveir þeirra eru enn á lífi og við góða heilsu, Árni
Vilhjálmsson, fyrrv. héraðslæknir og Freysteinn Gunnarsson,