Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 13
11
frá héruðunum umhverfis Breiðafjörð til náms í Háskólanum
eða til framhaldsnáms. Þakka ég þessa mikilsmetnu gjöf og þann
góða hug, sem að baki henni hvílir.
1 þessari viku afhenti stjórn Sjóvátryggingarfélags Islands h.f.
verkfræðideild Háskólans að gjöf 100.000 krónur, er verja skal
til kaupa á kennslutækjum í þágu deildarinnar. Er gjöfin gefin
í tilefni hálfrar aldar afmælis félagsins. Flyt ég félaginu þakkir
fyrir þessa mikilsmetnu gjöf, sem koma mun að miklu gagni
fyrir verkfræðideild.
IV.
Við skólaslit s.l. vor var rætt um Félagsstofnun stúdenta. Voru
þar reifuð hin nýju lög um stofnunina og gerð grein fyrir þvi, í
hverju þessi nýskipan um uppbyggingu og rekstur félagsstofnana
stúdenta væri fólgin. Stjórn Félagsstofnunar er skipuð fimm
mönnum, þremur, er Stúdentaráð tilnefnir, einum, er mennta-
málaráðherra skipar, og einum, er háskólaráð kveður til. For-
maður er Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur, en framkvæmda-
stjóri Þorvarður Örnólfsson, lögfræðingur. I tengslum við þessa
nýbreytni hefir verið stofnað nú í haust til árlegrar skráningar
háskólastúdenta, en það er skipan, sem lengi hefir verið rætt um
og skólafarslegar nauðsynjar standa til, að tekin hefir verið upp.
Samkvæmt nýstaðfestri reglugerð er skráning stúdenta forsenda
þess, að þeir geti stundað nám í Háskólanum og tekið þar próf
og að þeir njóti þeirra félagslegu fríðinda, sem tengjast við Fé-
lagsstofnun. Frumskráning nýstúdenta fer fram í júlí og desem-
ber ár hvert, en gert er ráð fyrir, að árleg skráning annarra
stúdenta fari fram í september. Alls hafa 812 stúdentar látið skrá
sig þessu sinni í hinni árlegu skráningu, og eru þar naumast öll
kurl komin til grafar. Þegar tölu nýskráðra stúdenta er bætt við
þá tölu, ætti stúdentatalan nú í upphafi háskólaárs að vera um
1250. Sú tala hækkar nokkuð við skráningu nýrra stúdenta í des-
ember og mun að líkindum verða um 1300. Þessi tala er vita-
skuld raunhæfari en tala stúdenta samkvæmt stúdentaskrám
undanfarin ár, og hefir síðargreinda talan lækkað nokkuð, en þó
ekki ýkja mikið. Hin árlega skráning á að stuðla verulega að þvi,