Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 200
198
hluta. Jafnframt var þvi beint til hagsmunanefndar stúdentaráðs,
að hún kannaði sérstaklega hag þeirra háskólastúdenta, sem búa við
meiri eða minni örorku, og hvað unnt sé að gera þeim til aðstoðar
umfram aðra.
Skemmtifélagi garðbúa hefur verið leyft að efna til garðsballa
samkvœmt fyrri venju.
Bygging nýrra garða.
í október 1968 hófust markvissar aðgerðir stjórnar félagsstofn-
unar til undirbúnings byggingar nýrra garða. Varð fljótlega verka-
skipting við undirbúning. Stjórnin skipaði sérstaka nefnd til að kanna
tæknilega hlið málsins. Var fullgengið frá nefndarskipun og erindis-
bréfi hennar 28. janúar 1969. Erindisbréf nefndarinnar er svohljóð-
andi:
„Stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur kjörið Allan V. Magnús-
son, stud. jur., Hilmar Ólafsson, arkitekt, Hörð Sigurgestsson, við-
skiptafræðing, Odd Benediktsson, stærðfræðing, og Valdimar Krist-
insson, viðskiptafræðing, í nefnd til að marka nokkur grundvallar-
sjónarmið um undirbúning nýs stúdentagarðs í nágrenni Háskóla
íslands, einkum þau er hér greinir:
1. Hve mikillar aukningar sé þörf á leiguhúsnæði fyrir stúdenta
við Háskóla íslands, hvort heldur eru hjónaíbúðir eða einstaklings-
herbergi, miðað við núverandi aðstæður og séð nokkurt árabil fram
í tímann.
2. Hvern fjölda ibúðaeininga sé hagkvæmt að byggja í einum
(fyrsta) áfanga, með það m. a. í huga, að til greina komi a. m. k.
fyrst í stað að leigja nokkuð af þessu húsnæði á almennum náms-
mannamarkaði, ef þörf gerist, — og hvort hagkvæmt sé að byggja
undir sama þaki hjónaíbúðir og einstaklingshúsnæði og í hvaða hlut-
falli.
3. Hvort gerlegt sé og æskilegt að nýta húsnæði í nýjum stúdenta-
garði til hótelrekstrar á sumi’in og að hvaða marki; hvers þurfi sér-
staklega að gæta í undirbúningi stúdentagarðs með tilliti til hótel-
rekstrar þar.
4. Hvaða húsgerð (týpa) henti bezt, svo sem stigahús, hótelganga-
hús, svalagangahús eða annað, sem til greina kynni að koma.
5. Hve há húsaleigan þyrfti að vera miðað við tilteknar hlutfalls-
tölur lánsfjármagns í byggingarkostnaði.
6. Hvaða félagsleg aðstaða og þjónustustarfsemi skuli vera tengd
nýjum stúdentagaröi, svo sem fundarsalur, lestrarsalur, þvottahús,
mötuneyti, barnagæzla, verzlanir o. s. frv.
Erindi sínu skal nefndin ljúka fyrir 15. apríl n.k. — Skal hún af-