Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 171
169
1. Framleiðsla fyrirtækja.
2. Sala.
3. Fjármál fyrirtækja.
4. Stjórnun fyrirtækja.
5. Sérgreind rekstrarhagfræði.
6. Almenn þjóðhagfræði.
7. Sérgreind þjóðhagfræði.
8. Endurskoðun og verklegar
æfingar í bókfærslu og reikn-
ingsskilum.
9. Skattskil.
10. Hagrannsóknir I.
11. Ilagrannsóknir II.
12. Hagræn landafræði.
13. Hagsaga.
14. Saga hagfræðikenninga.
15. Fyrirtækið og þjóðfélagið.
16. Markaðsrannsóknir.
17. Opinber stjórnsýsla.
18. Ritgerð um efni, sem stúdent
velur í samráði við prófessor
í deildinni á fyrsta misseri,
eftir að hann lauk fyrra hluta
prófi.
Um próf er meginreglan sú, að þau skulu vera skrifleg, og ákveð-
ur viðskiptadeild, hvort frá þeirri reglu skuli vikið um einstaka
prófgrein.
Stúdent skal taka próf í svo mörgum kjörgreinum, að heildar-
gildi einkunna í þeim sé 2 >/2. Einkunnir í 6. og 7. prófgrein hafa
gildið 2 í aðaleinkunn. Prófgreinar 10—16 hafa gildið Einkunnir
í öðrum prófgreinum hafa gildið 1.
Stúdent er heimilt að þreyta próf í einstökum prófgreinum í lok
yfirferðar. Hafi hann ekki neytt þess réttar að því er varðar ein-
hverja grein, skal hann þreyta próf í greininni samtímis því, sem
hann gengur undir síðustu próf í þessum prófhluta.
Allar prófgreinar síðara hluta mynda í sameiningu einn prófhluta
í merkingu 68. gr. 2. málsgreinar háskólareglugerðar.
Áður en stúdent segir sig til síðara hluta prófs, skal hann afhenda
prófritgerð sína vélritaða og leggja fram skilríki um, að hann hafi
tekið þátt í eftirfarandi æfingum:
1. Rekstrarhagfræði: Stúdent hafi haldiö eitt erindi og afhent
kennara það vélritað. Enn fremur hafi stúdent metið tvö er-
indi í sömu grein flutt af öðrum stúdentum, ef kennari hef-
ur óskað þess.
2. Þjóðhagfræði: Sömu kröfur og um rekstrarhagfræði.
Ekki má líða lengri tími en 6 kennslumisseri frá því, er stúdent
lýkur fyrra hluta prófi, þar til hann lýkur síðara hluta prófi. Ef
út af bregður, — fellur flokkur B og C fyrra hluta prófs úr gildi,
en undirbúningspróf og flokkur A fyrra hluta prófs halda þó gildi
sínu í 2 misseri.
Viðskiptadeild getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar grein-
ar um tímatakmörk við próf, ef stúdent hefur verið veikur, eða öðr-
um vítaleysisástæðum er til að dreifa.