Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 19
17
Hið rétta er, að háskólar eru allt annars konar menntastofnanir
en menntaskólar. Það er háskaleg skoðun, að unnt sé að halda
uppi háskólakennslu án þess að hún hafi örugga rannsóknarað-
stöðu að bakhjalli. Rannsóknarstofnanirnar, sem myndast t. d.
við Norðurlandaháskólana utan um nærri því að segja hvert pró-
fessorsembætti, hafa átt örðugt uppdráttar hér á landi, og ber
þó að minnast með þökk tilkomu Handritastofnunar og Raun-
vísindastofnunar. Hér á landi eru vinnuskilyrði prófessora og
nýting á starfskröftum þeirra fjarska slæm. Lakleg launakjör
valda því, að þeir hafa almennt ekki tök á að helga sig alfarið
rannsóknarstarfi sinu. Þá standa þeir hér uppi án þeirrar að-
stoðar um vélritun og fjölritun o. fl., sem þeim er grundvallar-
nauðsyn að njóta. Loks er bókaskortur í mörgum greinum svo
geigvænlegur hér, að menn geta ekki gengið frá rannsóknum
sinum og úrvinnslu þeirra, nema þeir komist til erlendra bóka-
safna. Samkvæmt athugun Efnahagsstofnunar mun 0.14% af
þjóðarframleiðslu Islendinga hafa verið varið til þarfa Háskól-
ans sem kennslustofnunar árið 1967 og 0.7% af ríkistekjum. Ef
rannsóknarstofnanir væru teknar með, myndi þessi tala hækka,
en upplýsingar um það eru ekki tiltækar. Á f járlagafrumvarpinu,
sem nú hefir verið flutt, er áætlað að veita 44.6 milljónum króna
til Háskólans, en að auki koma fjárveitingar til ýmissa stofnana
hans, svo sem Raunvísindastofnunar o. fl. Islenzkt þjóðfélag hefir
vissulega ráð á að gera betur til Háskóla síns. Ég verð að biðja
menn að skilja, að þegar við Háskólans menn erum að tala um
umbætur á aðstöðu okkar starfsmanna Háskólans til vinnu-
bragða og um úrbætur í húsnæðismálum, þá er hér ekki um
frómar óskir að ræða. Sannleikurinn er sá, að í húsnæðismálum
horfir í mörgum greinum beinlínis til vandræða. Ég hefi miklar
áhyggjur út af framvindu mála hér — eitt er víst, ef ekki er unnt
að stórauka húsnæði Háskólans og mannafla á næstu 2—3 ár-
um, takmarkast af sjálfu sér aðgangur að ýmsum kennslugrein-
um skólans — og til svo hörmulegra tíðinda má ekki draga. Við
verðum að hafa í huga hina geysilegu stúdentafjölgun, sem í
vændum er, og við megum ekki láta það henda okkur, að vera
ekki við henni búnir hér á háskólastiginu. Við erum vanbúnir að
2