Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 203
201
að útboðslýsingu skal bera teikningar ásamt kostnaðaráætlun undir
stjórn félagsstofnunarinnar. Þegar hún hefur fallizt á teikningamar
og á, að ráðizt skuli í framkvæmdir eftir þeim, sér byggingamefndin
um gerð útboðslýsingar og útboð, lætur vinna úr tilboðum og gerir
tillögu um, hvort þeim skuli taka og hverju. Stjórn félagsstofnunar-
innar tekur ákvörðun um samninga við verktaka, nema byggingar-
nefnd fái til þess umboð síðar. Þegar tilboð hafa verið samþykkt,
sér byggingarnefnd um framkvæmdir. Henni er heimilt að ráða eftir-
litsmann með þeim, svo og semja um þjónustu verkfræðistofu. Eftir-
litsmaður eða formaður byggingarnefndar áritar reikninga. Fram-
kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta annast bókhald og fjárreiður
vegna byggingar hússins og sér um, að byggingarnefnd og stjóm
stofnunarinnar fylgist með fjármálum, sem varða framkvæmdimar.“
Byggingamefnd var þannig skipuð í árslok 1969: Dr. Ragnar Ingi-
marsson, formaður, Árni Vilhjálmsson, próf., Loftur Þorsteinsson,
próf., Jóhann Heiðar Jóhannsson, stud. med., og Þorvarður ömólfs-
son, framkvæmdastjóri.
Jón Haraldsson er arkitekt stúdentaheimilisins og Bjarai Frímanns-
son, tæknifræðingur, eftirlitsmaður með byggingu þess. Innkaupa-
stofnun ríkisins hefur annazt undirbúning útboða vegna byggingar-
innar. Lægsta tilboð af 10, sem bárust í húsið tilbúið undir tréverk,
barst frá Guðbirni Guðmundssyni o. fl., að upphæð 14.325.700 kr.
Áætlunarupphæð verkfræðings félagsstofnunarinnar, Jóhannesar
Guðmundssonar, nam 14.6 millj. króna. Alls bárust 15 tilboð í raf-
lögn hússins. Lægsta tilboðið var frá Myllunni h.f. og nam 797.000
kr.; var það samþykkt. Þrjú tilboð bárust í ofna. Ofnasmiðjan h.f.
átti lægsta tilboðið, 114.983 kr., og var því tekið. Halldór Gröndal
hefur verið félagsstofnun til ráðuneytis um búnað í eldhúsi stúdenta-
heimilis. Hefur stjórnin fallizt á tillögur hans um „daglegan mat-
seðil“ heimilisins. Unnið er að útboði tækja í eldhús og öðrum út-
boðum eftir því, sem þörf er á.
Hótel Garður.
í 3. tl. 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Stofnunin skal taka við öll-
um eignum og skuldbindingum Hótel Garðs og annast rekstur hótels
á görðunum á sumrin með þeim hætti, sem hún sjálf ákveður."
Stúdentaráð rak Hótel Garð, þegar félagsstofnunin tók til starfa.
Sérstök stjórn kjörin af ráðinu annaðist rekstur hótelsins, og í um-
boði hennar starfaði framkvæmdastjóri hótelsins. Stjóm félagsstofn-
unar ákvað að ganga ekki inn í skuldbindingar hótelstjórnar, fyrr en
lokið væri hótelrekstri haustið 1968.
Þann 1. október 1968 tók félagsstofnunin við rekstri hótelsins.