Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 194
192
og „Boris Godunov" efíir Moussorgsky. Hörður Ágústsson ræddi um
íslenzka húsagerðarlist, stúdentar fóru hópferð í Litla-Bió, og einnig
var stúdentasýning á „Sögu Borgarættarinnar". Haldið var tékkneskt
listakvöld og Frakklandskynning, og einnig var kynning á íslenzkum
bókmenntum og tónlist fyrir 150 bandaríska stúdenta, sem heimsóttu
Háskólann.
Gróska var í útgáfu Stúdentablaðs, og komu út alls 7 tölublöð á
starfsárinu, 1. desember blaðið meðtalið. Kom blaðið út í nóvember,
desember (2), febrúar, apríl, maí og síðast 17. júní-blað, sem ber að
geta sérstaklega sem einhvers mesta átaks í útgáfustarfsemi stúdenta
frá upphafi. Stúdentablað 17. júní 1969 var prentað í 45.000 eintaka
upplagi og sent inn á sérhvert heimili í landinu. Stúdentar dreifðu
því sjálfir á Reykjavíkursvæðinu. Þetta blað var sérstaklega helgað
Háskóla íslands og gildi háskólamenntunar fyrir íslenzkt þjóðfélag.
Stúdentafélagið hélt hinar lieföbundnu skemmtanir stúdenta. Rússa-
gildi fór fram í Sigtúni um miðjan október. Vetrarfagnaður í Tjam-
arbúð fyrsta vetrardag, kvöldfagnaður 1. desember á Hótel Sögu,
áttadagsgleði í Iþróttahöllinni á gamlárskvöld og nýársnótt, auk sum-
arfagnaðar, sem haldinn var í Tjarnarbúð síðasta vetrardag. Þessar
skemmtanir eru helztu tekjulindir félagsins, og varð hagnaður yfir-
leitt mjög góður og þar með fjárhagur félagsins á starfsárinu.
Hraöskákmót Háskólans fór fram seinast í marz. Sigurvegari varð
Björgvin Víglundsson, stud. polyt. Islenzk sveit tók þátt í 16. heims-
meistaramóti stúdenta í skák, sem fram fór í Dresden, A-Þýzkalandi,
1.—17. ágúst 1969. Fimm stúdentar skipuðu sveitina, þar á meðal
Trausti Björnsson, sem var fararstjóri. Sveitin náði þokkalegum ár-
angri, varð þriðja í B-riðli, eða í 13. sæti.
Þjóöabandalagiö starfaði nú á annan vetur og gekkst fyrir ýmsum
samkomum. Nefna má þjóðlagakvöld með Tróels Bentsen, bandarískt
kvöld með ljóðalestri, tónlist, kvikmyndasýningu og bókmenntafyrir-
lestri, og f jölbreytta Frakklandskynningu. En Þjóðabandalagið skipar
ekki enn þá verðugan sess í stúdentalífinu, því að ekki hefur tekizt
að útrýma þeirri einangrun, sem erlendir stúdentar hafa búið alltof
lengi við.
Stúdentaakademían starfaði nú annað árið frá stofnun hennar, og
er fullvíst, að hún hefur unnið sér álit og afkastað góðu starfi til efl-
ingar vísinda og lista í landinu. Áður hefur verið sagt frá úthlutun
Stúdentastjörnunnar, en í byrjun desember flutti stjörnuhafi, dr. Þor-
björn Sigurgeirsson, prófessor, erindi í Norræna húsinu, „Eðlisfræði-
rannsóknir við Háskóla íslands".
Stúdentafélagið notaði fjölmiðla talsvert til að koma baráttumál-
um sínum og boðskap til þjóðarinnar. Útvarpsþáttur í tilefni af full-