Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 59
57
ofangreindrar reglugerðar, er varðar agabrot. Stjórn Félags-
stofnunar stúdenta samdi reglugerðina, sem staðfest var af
Menntamálaráðuneyti.
Ráðning stúdenta til takmarkaðra kennslustarfa.
Tilraun varð gerð með ofangreinda tilhögun í líffræði og I
sifjarétti á háskólaárinu. Rektor ritaði deildum um þá hug-
mynd að ráða stúdenta til kennslustarfa í vissum tilvikum, og
töldu allar deildir heppilegt að gera tilraun með það. 1 fjár-
veitingatillögum sumarið 1969 var gert ráð fyrir slíkri kennslu.
Iieilbrigðisþjónusta fyrir stúdenta.
Háskólaráð samþykkti hinn 5. des. 1968 að gangast fyrir
skipun nefndar ,,til að kanna, hvernig heilbrigðisþjónustu við
stúdenta verði bezt skipað og endurskoða gildandi ákvæði há-
skólareglugerðar um það efni. Tilnefni háskólaráð tvo fulltrúa,
Stúdentaráð einn, Félagsstofnun stúdenta einn, og óskað verði
eftir að Menntamálaráðuneyti tilnefni formann nefndarinnar.“
Háskólaráð tilnefndi í nefndina prófessor Tómas Helgason
og dr. med. Öla P. Hjaltested, Félagsstofnun stúdenta tilnefndi
cand. med. Gunnar Sigurðsson, Stúdentaráð Háskólans til-
nefndi stud. med. Pétur Lúðvíksson, en menntamálaráðherra
skipaði Benedikt Tómasson, skólayfirlækni, formann nefndar-
innar. Nefndin skilaði rækilegri álitsgerð og tillögum með bréfi
20. marz, og komu þær síðar til meðferðar í háskólaráði.
Málcfni erlendra stúdcnta við lláskóla íslands.
Að undanförnu hefir stúdentafélagið Þjóðabandalagið látið
til sín taka málefni erlendra stúdenta hér við Háskólann, og
kennarar þeirra hafa einnig gert það, og rektor, er m. a. hefir
ár hvert kvöldveroarboð fyrir þá á heimili sínu. Háskólaráð
taldi æskilegt, að sérstök nefnd yrði skipuð til að vinna frek-
ar að málefnum stúdentanna í samstarfi við Þjóðabandalagið
og Stúdentaráð, og skyldi nefndin m. a. vinna að því að skapa