Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 190
188
Ýmis liagsmunamál.
Fríðindi voru aukin nokkuð s.l. haust. Má þar nefna ókeypis að-
gang að kvöldsýningum í Háskólabíói, hækkaðan afslátt í ýmsum
verzlunum, ókeypis aðgang að öllum sundstöðum borgarinnar o. fl.
Lánamál hafa verið talsvert á dagskrá. Reynt var að fá fram
hækkun á lánum, er svaraði til gengisfellingarinnar á s.l. hausti,
og tókst eftir vonum.
Ýmis utanríkismál.
Utanríkisnefnd hafði forgöngu um, að SHÍ sendi frá sér ályktun
um innrásina í Tékkóslóvakíu til tékkneska sendiráðsins og stúd-
entasamtaka innrásarríkjanna.
Eftir áramótin 1968—1969 leystust samtökin ISC (International
Student Conference) upp, en SHÍ hefur átt aðild að þeim um árabil.
Til að bæta úr því sambandsleysi við umheiminn, sem þetta gæti
leitt af sér, hefur SHÍ athugað möguleika á aukinni þátttöku í nor-
rænu stúdentasamstarfi.
SHÍ hefur tekið þátt í útgáfu Nordic Student Newletter eins og
á fyrra ári og sent greinar í það. Páll Gústafsson var ráðinn sérleg-
ur ritstjóri NSN hér til að fylgjast með framlagi SHÍ.
Samstarf við deildarfélögin.
Reynt var að efla samstarf við deildarfélög með fundum með for-
mönnum deildarfélaga. M. a. var rætt um hugsanlega samvinnu
Stúdentaráðs og deildarfélaganna á sviði fjölritunar, vélritunar og
blaðaútgáfu, og í framhaldi af því um vísi að háskólaforlagi, sem
Félagsstofnunin gæti rekið.
Samvinna við SFHl.
Samvinna SHÍ og SFHÍ hefur verið nánari í vetur en áður. Má
þar nefna fundi um málefni stúdenta, sem SFHÍ hefur efnt til með
framsögu stúdentaráðsmanna, anddyrisfundi í frímínútum, er vak-
ið hafa mikla athygli, og nú síðast undirbúning útgáfu sameigin-
legs blaðs SHÍ (+SÍSE) og SFHÍ, sem dreifa skal inn á hvert heim-
ili á landinu. Blaðið verður helgað 17. júní 1969, en fyrir SHÍ sitja
í ritstjórn þess Friðrik Sophusson og Gylfi ísaksson.
Fastur viðtalstími við réktor.
Til að tryggja betra samband stúdenta við háskólastjórn, hafa
stúdentasamtökin í skólanum fengið sérstakan, fastan viðtalstíma
við háskólarektor. Hefur það orðið til hins mesta hagræðis.