Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 11
9
Dr. Ivari Daníelssyni hefir verið veitt lausn frá dósentsstarfi
sínu í lyfafræði lyfsala, er hann hefir gegnt síðan 1957. Það dó-
sentsembætti hefir sérstöðu hér við skólann, þar sem það er raun-
verulega dósentsembætti í gamla stíl, þ. e. af þeirri gerð, sem tíðk-
aðist fyrir gildistöku háskólalaga frá 1957. Þakka ég dr. Ivari
mikilsmetin störf hans við Háskólann, en hann hefir mjög mótað
kennslu í lyfjafræði lyfsala hér á landi. Var Jón O. Edwald, cand.
pharm., sem verið hefir kennari í þessari grein síðan 1957, settur
dósent frá 15. september s.l. að telja.
Þá hefir Svavar Pálsson, dósent í viðskiptafræði, látið af starfi
sínu hér við Háskólann. Hefir hann verið kennari hér um 20 ára
skeið og dósent síðan 1959. Vil ég þakka honum mikilsmetin
störf hans. 1 starf Svavars hefir verið settur dósent cand. oecon.
et jur. Guðmundur Skaptason.
Hingað er kominn nýr prófessor í bandarískum bókmenntum á
vegum Fulbrightstofnunarinnar. Er það prófessor Robert G.
Cook frá Tulane-háskóla, New Orleans. Er prófessor Cook ní-
undi Fulbrightprófessorinn, sem hér starfar, og metur Háskól-
inn mikils framlag þeirrar stofnunar til kennslunnar hér.
Sendikennarinn í norsku, cand. mag. Odd Didriksen, hefir
látið af starfi, og gegndi hann lektorsstarfinu í átta ár. Þakka
ég honum mikilsmetin störf hans. Nýr sendikennari í norsku er
væntanlegur á haustmisserinu.
Þá hefir franski sendikennarinn Ann-Marie Vilespy látið af
störfum og við tekið Jacques Raymond.
Sendikennarinn í rússnesku, prófessor A. I. Shirochenskaya,
hefir einnig látið af störfum, og er nýr sendikennari væntan-
legur síðar í haust.
Margir aukakennarar hafa ráðizt til Háskólans í haust og eru
ekki tök á að greina þá hér. Alls starfa nú rösklega 140 kennarar
við skólann.
Einn háskólakennari er í orlofi þetta háskólaár, prófessor
Hreinn Benediktsson. Staðgengill hans er Baldur Jónsson, lektor,
en með kennslustörf Baldurs fer Svavar Sigmundsson, cand. mag.
Býð ég hina nýju kennara alla velkomna til starfs, og væntir
Háskólinn sér mikils af kennslu þeirra og rannsóknum.