Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 15
13
V.
Ekki orkar tvímælis, að síðar meir mun það háskólaár, sem nú
er hafið, þykja markverðast fyrir það, að nú í haust hefir verið
stofnað til kennslu í náttúrufræði, jarðfræði, landafræði og líf-
fræði (dýrafræði og grasafræði), og er þess þó að geta, að nokkr-
ar af þessum greinum, einkum landafræði, hafa verið kenndar
hér áður. Svo sem fyrr var lýst, fer kennslan fram á vegum verk-
fræðideildar, sem með því hefir í reynd breytzt í verkfræði- og
raunvisindadeild. Er kennslan nú í fyrsta áfanga einkum miðuð
við þarfir gagnfræðaskóla á hæfum kennurum í þessum greinum.
Bætir kennsla að því leyti úr brýnni þörf. öðrum þræði ætti þetta
nám að geta lagt grundvöll undir frekara nám í náttúrufræði við
ýmsa erlenda háskóla. Vel má minnast þess, að nú eru liðin 37
ár síðan háskólaráð ræddi fyrst hugmyndir um kennslu í nátt-
úrufræði, og hafa tillögur um náttúrufræðikennslu verið tvívegis
settar fram af hálfu Háskólans á sjöunda áratugnum. Ánægju-
legt er, að margir stúdentar hafa þegar á þessu ári hafið nám í
náttúrufræði, en vonandi er, að aðsókn verði mun meiri á næsta
ári. Ágætir kennarar hafa fengizt til kennslunnar undir forystu
prófessors Sigurðar Þórarinssonar og prófessors Jóhanns Axels-
sonar. Þykir mér persónulega vænt um, að þessari kennslu er nú
komið á fót, og ég er þess fullviss, að hún muni gegna miklu hlut-
verki hér við skólann og valda raunar tímamótum, og hefi ég þá
bæði í huga kennslu og rannsóknir. Kennsla í náttúrufræði og
önnur kennsla á vegum verkfræðideildar veitir svigrúm til að
ýmis önnur kennsla hefjist hér í raungreinum, sem tengjast at-
hafnalífi þjóðarinnar, svo sem í fiskifræði, fiskiðnfræði, haffræði,
veðurfræði og ýmsum greinum, er varða iðnað. Ber brýna nauð-
syn til að kanna það mál allt gaumgæfilega nú á næstunni. Fyrir
atbeina menntamálaráðherra hefir Háskólinn fengið til umráða
hluta af neðstu hæð í Atvinnudeildarbyggingu til afnota fyrir
kennslu í náttúrufræði, og hefði kennslan ella ekki getað hafizt
nú í haust. Flyt ég menntamálaráðherra þökk fyrir mikilsmetið
liðsinni hans í þessu máli í heild sinni. Verkfræðideild óska ég til