Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 202
200
hefja byggingarframkvæmdir við stúdentaheimilið, en þær hófust í
júlí 1969. Talið er, að kostnaður við stúdentaheimilið muni nema
rúmlega 31 milljón króna. Gengið er út frá því, að kostnaður skipt-
ist í aðalatriðum þannig:
1. Sjóður stúdenta af fjárveitingum 1968 og fyrr .. 4.1 millj. kr.
2. Framlag af hagnaði Happdrættis H.í......... 5 — —
3. Viðbótarframlag af hagnaði Happdrættis H.í. .. 5.5 — —
4. Lofað framlag ríkissjóðs 1969 og síðar....... 5 — —
5. Úr tékkasjóði................................ 2 — —
6. Framlag stúdenta............................. 2 — —
7. Lán úr bönkum................................ 7.5 — —
31.1 millj. kr.
Ríkisstjórnin hefur lýst sig reiðubúna til þess að ábyrgjast lán-
töku hjá bönkum sem svarar áður nefndum 7.5 millj. króna og hefur
lofað að beita sér fyrir því, að bankalánin verði endurgreidd með
jöfnum greiðslum á 10 árum ásamt vöxtum með fjárveitingum úr
ríkissjóði.
Þegar félagsstofnun tók til starfa, vann sérstök nefnd á vegum
stúdentaráðs að undirbúningi byggingar stúdentaheimilis. Tók nefnd-
in að sér að starfa í umboði félagsstofnunar. Þann 5. september 1968
var henni sett svohljóðandi erindisbréf:
„Stjórn Félagsstofnunar stúdenta ályktar að byggja hús, Félags-
heimili stúdenta, vestan við Gamla garð, á lóð þeirri, sem vilyrði
háskólaráðs hefur fengizt um. Húsið verði byggt eftir fyrirliggjandi
frumdrögum Jóns Haraldssonar arkitekts og síðari ákvörðun sam-
kvæmt samþykkt þessari.
Að undirbúningi byggingarframkvæmda og síðan framkvæmdum
sé unnið með þeim hraða, sem hagkvæmni og fjáröflun frekast leyfa,
Forðast skal að stofna til skuldbindinga nema fé hafi verið ti’yggt.
Að því að koma upp félagsheimilinu vinna stjórn Félagsstofnunar
stúdenta, byggingarnefnd Félagsheimilis stúdenta og einstakir starfs-
menn, verktakar og ráðgefandi verkfræðistofur ráðnar af þessum að-
ilum. Stjórn félagsstofnunarinnar kýs fimm manna byggingarnefnd
til starfa, unz húsið er fullgert, en skipta má stjómin um menn í
nefndinni án fyrirvara. Nefndarmönnum skal greidd þóknun, kr. 400
fyrir hvern bókaðan fund. sem þeir sitja, formanni þó 500 kr. Bygg-
ingamefndin sér um, að gerðar séu þær teikningar, sem þarf, og
skulu þær vera fullnægjandi fyrir útboð og meðferð í Byggingar-
nefnd Reykjavíkur.
Stefnt skal að því að ráða verktaka til að vinna að byggingu húss-
ins á grundvelli tilboða í framkvæmdir. Áður en tekið er að vinna