Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 191
189
Vegna rúmleysis verður þetta að nægja um starf SHÍ síðastliðið
starfsár.
Reykjavík, í apríl, 1969.
Höskuldur Þráinsson.
STÚDENTAFÉLAG HÁSKÓLA ÍSLANDS
1968—1969.
Formaður félagsins, Ólafur Grétar GnSninndsson, stud. nied.,
tók santan.
Kosningar til stjórnar SFHÍ fóru fram 12. október 1968. Tveir
listar komu fram, A-listi Vöku, og B-listi, borinn fram af 15 stúd-
entum. Úrslit kosninganna urðu þau, að listi Vöku hlaut 420 atkvæði
og fjóra fulltrúa kjörna, en B-listinn hlaut 410 atkvæði og þrjá full-
trúa kjörna. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut nú meiri-
hluta í stjórn hins endurreista stúdentafélags í fyrsta sinn. Stjórn
SFHÍ starfsárið 1968—1969 var því þannig skipuð: Af A-lista Vöku,
Ólafur Grétar Guðmundsson, stud. med., formaður, Ellert Kristins-
son, stud. oecon., varaformaður, Skúli Sigurðsson, stud. jur., gjald-
keri, og Bjarni P. Magnússon, stud. med., meðstjórnandi. Af B-lista,
Sveinn Rúnar Hauksson, stud. med., ritari, Finnur Torfi Stefánsson,
stud. jur., meðstjórnandi, og Jóhann Bergmann, stud. polyt., með-
stjómandi.
Stjórnin hélt fyrsta fund sinn 16. október 1968, og alls urðu bók-
aðir stjórnarfundir 33, sá síðasti 13. október 1969. Helztu stefnumál
félagsins þennan vetur voru eftirtalin: í fyrsta lagi, að stúdentar
hæfu öfluga sókn fyrir hagsmunamálum sínum og Háskólans, undir
yfirskriftinni „Háskólaár". í öðru lagi, að Stúdentafélagið beitti sér
fyrir siðbót í íslenzku stjórnmálalífi, m. a. með því að efla hlut ein-
staklingsins á kostnað „sálarlausra stjórnmálaflokka“, og í þriðja
lagi, að beita sér fyrir því„ að ísland yrði áfram í Atlantshafsbanda-
laginu. Þetta voru höfuðatriði stefnuskrár Vöku fyrir kosningarnar.
Samstarf innan stjórnar var eftir atvikum gott, og fékkst oft víð-
tæk samstaða um ýmis mál.
Lögboðnar nefndir félagsins voru eftirtaldar og formenn þeirra:
Hátíöanefnd 1. desember: Friðrik Sóphusson, stud. jur. Ritnefnd
Stúdentablaö l.desember: Magnús Gunnarsson, stud. oecon. Funda-
nefnd: Jón Magnússon, stud. jur. Bókmennta- og listkynninganefnd: