Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 47
45
theol. Húsameistari ríkisins var ráðinn arkitekt. Niðurstöður
nefndarinnar voru ræddar í háskólaráði og eftirfarandi ályktun
gerð á fundi háskólaráðs 17. marz 1969:
„Háskólaráð samþykkir að ráðast í byggingu húss milli aðal-
byggingar og Nýja Garðs á grundvelli framlagðra teikninga,
og felur byggingarnefnd að halda áfram störfum að hönnun
hússins.“
Tillaga þessi var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1. Próf.
Bjarni Guðnason gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að hann
greiddi tillögunni atkvæði með þeim fyrirvara, að byggingar-
framkvæmdir hefjist ekki síðar en á hausti komanda.
Fulltrúi stúdenta, Guðjón Magnússon, stud. med., gerði svo-
fellda grein fyrir atkvæði sínu: „Ég tel mig ekki sem fulltrúa
stúdenta geta greitt atkvæði gegn byggingu kennsluhúsnæðis,
þar sem stúdentar hafa svo mjög krafizt byggingarframkvæmda
af hálfu Háskólans. Hins vegar tel ég, að tillagan nái of skammt,
þar eð ekki er mótuð heildarstefna í byggingarmálum Háskól-
ans.“ Prófessor Ólafur Bjarnason greiddi atkvæði gegn tillög-
unni og gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: „1 fundar-
gerð háskólaráðs 13. febr. 1969, 9. tl., segir, að ákvörðun um
það, hvort hefja skuli byggingarframkvæmdir þær, er um get-
ur í framkominni tillögu, skuli þá fyrst tekin, er nákvæm kostn-
aðaráætlun hefir verið gerð. Slík áætlun er ekki fyrir hendi,
og greiði ég því alkvæði gegn því, að ákvörðun verði tekin um
það nú að hefjast handa um nefndar byggingarframkvæmdir,
einnig með hliðsjón af því, að ekki liggur fyrir heildaráætlun
Háskólans um byggingarframkvæmdir á nærliggjandi lóðum.“
Þá var enn fremur samþykkt, að hið nýja hús skyldi verða
framtíðaraðsetur lagadeildar.
Fyrirvari próf. Guðlaugs Þorvaldssonar: „Ég bind fylgi mitt
við það, að fyrirhuguð bygging verði framtiðarhúsnæði laga-
deildar, en ekki viðskiptadeildar, því skilyrði, að sérstakt tillit
verði tekið til viðskiptadeildar við ráðstöfun húsnæðis í aðal-
byggingu Háskólans, unz deildin fær sína eigin byggingu eins
fljótt og auðið er eftir byggingu lagadeildarhúss. Á ég þar bæði
við þarfir deildarinnar fyrir kennslustofur, lestrarsali stúdenta,