Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 32
30
ig, að kannaðir verði möguleikar á fyllri kennslu í almennri
þjóðhagfræði hér við Háskólann og svo að sínu leyti í sálarfræði
og uppeldisfræði. Ýmsar greinir athafnalífsins hafa ótrúlega
fáa háskólamenntaða sérfræðinga í þjónustu sinni, svo sem hrað-
frystiiðnaðurinn og útgerðin yfirleitt og hið sama má segja um
mörg iðnfyrirtæki. 1 þessu efni þurfa að verða stefnuhvörf — at-
hafnalífið og Háskólinn þurfa að tengjast miklu nánari tengslum
en nú er, menn athafnalífsins þurfa að öðlast skilning á gildi
þess að þörf er á sérmenntuðum mönnum í þeirra umsýslu og
Háskólinn þarf að taka miklu betur á en nú er um að mennta
menn, sem hafi þekkingu og þjálfun við hæfi höfuðatvinnuvega
þjóðarinnar. Ýmis svið athafnalífs eiga litinn bakhjall í sérhæfðri
innlendri háskóiamenntun, svo sem hin umfangsmikla banka-
starfsemi, vátryggingarstarfsemi, skipaútgerð og ýmiskonar iðn-
greinir. Óráð er að hrapa að kennslu í nýjum greinum, án þess
að málið sé skoðað vandlega, og að sýnt sé fram á, að við höfum
kennaralið, tækjakost og húsnæði til að láta í té kennslu, sem í
hvívetna verði talin forsvaranleg frá akademísku sjónarmiði.
Annað verður einnig að hafa í huga. Við mótun kennslugreina
dugir ekki að styðjast til hlitar við erlendar fyrirmyndir. Þarfir
íslenzks þjóðfélags eru svo sérstæðar, að kennslutilhögun, sem
erlendis þykir heppileg, kann að missa marks hér. Kemur þar
m. a. til, hve litil fyrirtækin eru hér á landi, og er vísast, að sá há-
skólamaður, sem velst þar til starfa, þui’fi bæði að hafa rekstrar-
hagfræðilega menntun og svo tæknimenntun með nokkrum hætti.
Við vitum, að mikill stúdentafjöldi er í vændum, svo að hann
eykst um meira en hundrað frá ári til árs á næstunni. Leyfið
mér að endurtaka það enn hér í dag, að Háskólinn er varbúinn
að veita viðtöku þessum aukna f jölda, vegna þess að húsakostur
Háskólans hefir verið og er enn svo naumur, að hann einn sér
girðir fyrir það, að nýjum greinum sé bætt við í nokkrum veru-
legum mæli. Sá húsnæðisskortur hefir það jafnframt í för með
sér, að deildunum er illgerlegt og stundum með öllu ókleift að
veita viðtöku öllum umsækjendum um nám. Hinar fáu menntun-
arleiðir, sem hér eru til, yfirfyllast — þjóðfélaginu til meins.
Vissulega fögnum við auknum f jölda stúdenta, þó að margir okk-