Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 35
33
mönnum hér er næsta ábótavant — hér skortir að verulegu leyti
aðstoð við vélritun og f jölritun og úrvinnslu gagna, og oft sæmi-
legt húsnæði. Þó er það geigvænlegast, að í flestum greinum er
mikill skortur á visindaritum, svo að illgerlegt er að stunda vís-
indastarfsemi, auk þess sem mjög hefir skort á að unnt væri að
láta í té bókasafnsþjónustu vegna þess hve fáliðað háskólabóka-
safnið hefir verið að mannafla og aðbúnaður slæmur. Á þessu
öllu verður að ráða bót, ef háskólinn á ekki að kikna undir nafni.
Okkur er það mæta vel Ijóst Háskólans mönnum, að ýmiss rann-
sóknarsvið krefjast svo mikilla fjárveitinga, að við íslendingar
höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að fást við þær. Framhjá
þeim höfum við sneytt. Á þessum áratug hefir vissulega verið
komið á stofn markverðum rannsóknarstofnunum, þar sem eru
Raunvisindastofnun Háskólans og Handritastofnun Islands, og
hefir um þær báðar notið ágæts atfylgis menntamálaráðherra. En
hér þarf að gera miklu meira, ef rannsóknarstarfið á ekki að
steyta á skeri. Háskólaráð hefir ár eftir ár óskað eftir stóraukn-
um fjárveitingum til háskólabókasafns án þess að fallizt hafi verið
á þá hækkun, sem telja verður viðunandi, og ef óskir um fjár-
veitingar til bygginga, sem ætlaðar eru til rannsókna og kennslu
ná ekki fram að ganga nú, þá er beinlínis vá fyrir dyrum. Há-
skólans menn eiga erfitt með að sætta sig við vanhagi Háskólans
og þeir hljóta að vara alvarlega við afleiðingunum af því, ef svo
fer lengur fram. Skólastigunum í landinu verður að gera sam-
fellda úrlausn. Litt stoðar að bæta sífellt við menntaskólum og
stækka þá, sem fyrir eru, nema Háskólinn sé jafnframt efldur,
bæði um starfssvið að því er menntunarleiðir varðar, og starfs-
aðstöðu til kennslu og rannsókna og að því er tekur til aðbún-
aðar að stúdentum. Háskólinn er enginn yfirmenntaskóli heldur
allt annarskonar stofnun, vísindaleg rannsóknarstöð, svo sem
lýst er í 1. gr. háskólalaganna. Sú breyting, sem átt hefir sér stað
í öllum aðbúnaði að háskólum í grannlöndunum, hefir illu heilli
okki enn náð til lands okkar að því marki, sem búizt var við. Ég
fæ ekki heyrt annað, þegar rætt er við fólk úr öllum stéttum ís-
lenzks þjóðfélags en að íslenzk þjóð telji með öllu óviðunandi hin
kröppu kjör, er Háskólinn býr við, og að fólk vilji efla Háskól-
3