Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 50
48
að skipa nefnd til könnunar á verkfræði- og tæknifræðinámi
og bent á ýmsa lausnarmöguleika. Um opinberu stjórnsýsluna
var á það bent, að heppilegast væri að hún yrði kjörsvið fyrir
stúdenta í viðskiptadeild og lagadeild. Um félagsfræði og skyld-
ar greinir var það viðhorf ríkjandi, að félagssýslu væri bezt
skipað í tengslum við opinbera stjórnsýslu, en lagt til, að stofn-
að yrði til kennslu í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970
og þó kannað, hvort kennslu yrði með nokkru móti við komið
nú í vetur, er kæmi að notum fyrir stúdenta í þessum grein-
um. Málinu var ráðið til lykta í háskólaráði með eftirfarandi
áiyktun:
„I. Háskólaráð hefir rætt bréf háskólanefndar frá 28. ágúst
s.l. og bréf Menntamálaráðuneytisins frá sama degi varðandi
nýjar námsleiðir við Háskólann, sbr. bréf Mrn. tii háskóla-
nefndar frá 16. júní s.l., er sent var háskólaráði með bréfi ráðu-
neytisins dags. 19. júní s.l.
II. Háskólaráð fellst í megindráttum á niðurstöður háskóla-
nefndar, að því er varðar kennslu í opinberri stjórnsýslu og
tæknifræðinám, án þess að tekin sé afstaða til einstakra at-
riða.
III. Háskólaráð fellst enn fremur í megindráttum á niður-
stöður bréfs háskólanefndar, að því er tekur til kennslu í al-
mennum þjóðfélagsfræðum. Telur háskólaráð mikilvægt að
marka þá stefnu, að kennsla í þessum greinum hefjist haustið
1970, enda verði tryggt, að fjárveitingar fáist til kennslu, bóka-
kaupa og til að búa stúdentum og kennurum aðstöðu við hæfi.
Háskólaráð fellst á það mat háskólanefndar og nefndar, sem
fjallaði sérstaklega um þessi kennslumál s.l. sumar, að tími sé
of naumur til að koma á reglulegri kennslu í almennum þjóð-
félagsfræðum næsta háskólaár og að stefna beri að því að
undirbúningi að kennslunni verið lokið eigi síðar en í marz
1970, og kennarar þá ráðnir. Varðandi næsta háskólaár sam-
þykkir háskólaráð, að könnun fari fram á því með viðtölum
hið fyrsta, hve margir stúdentar óski að hefja nám i almenn-
um þjóðfélagsfræðum. Háskólaráð ákveður enn fremur, að
stúdentum, sem áhuga hafa á námi í almennum þjóðfélags-