Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 195
193
veldishátíð var fluttur að kvöldi 28. nóvember. Síðasta vetrardag hafði
SHÍ dagskrá í útvarpi. Titill dagskrár var: Griplur (dekurbörn þjóð-
félagsins kveða burt snjóinn). í útvarpsþættinum „Háskólaspjall“
27. apríl var rætt við f jóra stjórnarmenn SFHÍ. Stjórn félagsins sam-
þykkti tvær ályktanir til opinberrar birtingar, önnur fjallaði um at-
vinnuleysi og kjaramál, og voru stjórnvöld hvött til að útrýma at-
vinnuleysi, og lýsti stjórnin yfir stuðningi við baráttu fyrir betri hag
hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. Hin var um Biafravandamálið,
og var skorað á ríkisstjórn íslands að beita sér fyrir lausn málsins
með alþjóðlegri samvinnu. Einnig sendi stjórn SFHÍ samtökum stúd-
enta í Tékkóslóvakíu skeyti, þar sem m. a. var lýst yfir stuðningi við
baráttu Tékka og Slóvaka fyrir þjóðfrelsi og mannréttindum.
Stjórn SFHÍ gekkst fyrir Biafrasöfnun meðal stúdenta, þegar út-
hlutun námslána stóð yfir í febrúar. Rúmlega 50 þúsund krónur söfn-
uðust, og voru þær afhentar Rauða krossi íslands. Um miðjan marz
var haldin Biafra-dagskrá í hátíðasal Háskólans. M. a. flutti biskup-
inn yfir íslandi hugvekju, og sýnd var kvikmynd frá hjálparstarfi í
Biafra.
í byrjun febrúar efndi SFHÍ til umræðufunda og skemmtidag-
skrár fyrir 150 bandaríska stúdenta. Þar fór fram kynning á íslenzk-
um bókmenntum og tónlist, og umræður fóru fram í hópum, m. a.
um stúdentapólitík, samband íslands og Bandaríkjanna, íþróttir,
stjórnmál á íslandi og þátt stúdenta í stjórnun háskóla og náms-
lýðræði.
Um miðjan febrúar tóku nokkur hundruð stúdentar þátt í kröfu-
göngu og útifundi til að undirstrika kröfurnar:
1. Bæta verður úr brýnni húsnæðisþörf skólanna.
2. Endurskoða og samræma verður fræðslukerfið.
3. Auka verður námslýðræði.
Nokkrum dögum síðar gerðu stúdentar setuverkfall á göngum Há-
skólans meðan stóð á fundi Háskólaráðs. Kröfðu stúdentar prófess-
ora um tafarlaust svar við kröfunum um meiri áhrif stúdenta á stjórn
skólans, en Háskólaráð hafði haft tillögurnar til umsagnar alllengi.
17. og 18. apríl 1969 var viðhöfð almenn atkvæðagreiðsla í Háskóla
íslands, á vegum SFHÍ, um hver skyldi verða næsti rektor. Meira
en helmingur innritaðra stúdenta og allmargir kennarar og starfs-
menn skólans greiddu atkvæði. Prófessor Jóhann Axelsson hlaut
langflest atkvæði.
13