Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 23
21
fyrrv. skólastjóri. Er mér mikil ánægja að bjóða þá sérstaklega
velkomna hingað í dag, og óska þeim jafnframt hjartanlega til
hamingju með hálfrar aldar kandídatsafmæli.
Þá býð ég velkomna 25 ára kandídata og óska þeim hjartan-
lega til hamingju með kandídatsafmæli þeirra. Er mér mikil
ánægja að sjá samkandídata mína hér og minnist margra ánægju-
stunda með þeim á háskólaárum okkar.
Þá býð ég velkominn til hátíðar okkar í dag prófessor Richard
Beck, heiðursdoktor frá Háskóla Islands, og konu hans frú Mar-
gréti. Þau eru vissulega miklir aufúsugestir, og þakka ég þeim
tryggð þeirra og ræktarsemi við Háskólann, nú síðast ágæta
bókagjöf, sem áður hefir verið gerð grein fyrir. — Prófessor
Richard er einlægur vinur Háskólans, síungur og sístarfandi að
því að efla tengsl landa vestan hafs og austan, en það er verk-
efni, sem Háskólinn telur mjög mikilvægt. Ég býð þau hjón sér-
staklega velkomin til þessarar athafnar.
Svo sem kunnugt er, fór fram rektorskjör hinn 14. maí s.l. Vil
ég árétta einlægar hamingjuóskir til nýkjörins rektors, prófess-
ors Magnúsar Más Lárussonar, með þann trúnað, sem honum
hefir verið sýndur, og árna ég þessum gamla skólabróður mín-
um og vini allra heilla í hinu veigamikla og vandasama embætti.
Hyggjum við gott til að njóta forystu hins mikilhæfa og fjölvísa
nýkjörna rektors í margþættu uppbyggingarstarfi, sem fram-
undan er. Rektoraskiptin fara fram hinn 15. september n.k.,
en ég vil þó þegar við þetta tækifæri leyfa mér að tjá öllum
þeim mörgu mönnum, sem ég hefi haft samskipti við á rekt-
orsferli mínum, alúðarþakkir fyrir ánægjulegt samstarf, og
á það bæði við um samkennara mína, stúdenta Háskólans og
stjórnvöld landsins, og þá ekki sízt hæstvirtan menntamála-
ráðherra og þá tvo hæstvirtu f jármálaráðherra, sem gegnt hafa
embætti í skólastjórnartíð minni.
I.
Einn af fyrrverandi kennurum Háskólans, prófessor dr. Ás-
mundur Guðmundsson, fyrrv. biskup Islands, andaðist hinn 29.