Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 141
139
Ásmundui’ Guðmundsson, Magnús Jónsson og Tryggvi Þórhalls-
son. Sá, sem hreppti embættið að því sinni, var Magnús Jóns-
son, en þó fór svo, að Ásmundur Guðmundsson átti eftir að
verða eftirmaður Jóns Helgasonar í báðum þeim embættum, er
hann hafði þjónað. Við fráfall Haralds prófessors Níeissonar
árið 1928 hlaut Ásmundur embætti hans, fyrst sem dósent,
eins og þá tíðkaðist um nýja kennara við deildina, og síðan sem
prófessor frá 1934. Því embætti hélt hann, unz hann tók við
biskupsembætti 1954 eftir andlát Sigurgeirs Sigurðssonar, er
við hafði tekið af Jóni Helgasyni. Ég, sem þessar línur rita,
naut ekki kennslu Ásmundar prófessors í Guðfræðideild, því að
ég var einn í hópi þeirra síðustu, er luku námi í tíð Haraldar
Níelssonar. En eftir að Sigurður Sívertsen lét af störfum 1936,
starfaði ég um hríð við deildina, ásamt þeim Magnúsi Jónssyni
og Ásmundi Guðmundssyni, og síðar, eða haustið 1945, endur-
nýjaðist það samstarf, og hélzt nær 10 vetur, unz Ásmundur
var skipaður biskup. Er Ijúft að minnast þeirra samverustunda,
því að i engu varð um það samstarf á betra kosið.
Kennslugreinar Ásmundar prófessors voru Gamlatestamentis-
fræði og Nýjatestamentisfræði og í þeirri grein einkum skýr-
ing samstofna guðspjallanna. Hann hóf þegar rannsóknir og
ritstörf i þeim greinum, og birtust fyrst á prenti rit hans um
Inngangsfræði Gamlatestamentisins 1933 og Samstofna guð-
spjöllin, sem fylgirit Árbókar Háskólans 1933—34. Síðar komu
frá hendi hans margar bækur um þessar fræðigreinar, og eru
þeirra mestar Skýringar Markúsarguðspjalls, er komu út í
tveim útgáfum, og Ævi Jesú, en að þeirri bók hafði hann unn-
ið árum saman. Hér verður ekki fleira talið af bókum hans,
en vísað um það efni til Skrár um rit háskólakennara, sem fylgt
hefur Árbókum Háskólans.
Það er margs góðs að minnast frá samstarfi við Ásmund
prófessor, og erfitt að velja um, hvað helzt skuli haft á orði
í þessum fátæklegu kveðjuorðum. Áhugi hans og einlægni í
öllum störfum hans fyrir deildina og Háskólann í heild, verða
seint að fullu þökkuð, sannleiksást hans og vísindaleg ná-
kvæmni i störfum hans verða vart ofmetin. En það sem mér