Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 172
170
Stúdentar, sem skráðir hafa verið til náms eftir 31. ágúst 1964,
skulu hlíta hinum breyttu ákvæðum, eftir því sem við getur átt,
enda óski stúdent, sem lauk fyrra hluta prófi fyrir vor 1968, ekki
eftir að verða prófaður samkvæmt eldri tilhögun.
Kandídatspróf samkv. þeirri tilhögun, er ein gilti til 1. september
1964, verður haldið í síðasta skipti vorið 1969.
3. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi.
AUGLÝSING nr. 77, 25. okt. 1968
um staðfestingu forseta íslands á breytingu á reglugerð fyrir
Iláskóla íslauds nr. 76 frá 17. júní 1958, með áorðnum breyt-
ingum.
Forseti íslands féllst hinn 9. október 1968 á tillögu menntamála-
ráðherra um að staðfesta eftirfarandi breytingu á reglugerð fyrir
Háskóla íslands nr. 76 frá 17. júní 1958, með áorðnum breytingum:
1. gr.
40.gr. B. orðist þannig:
Stúdentar skulu velja sér grein til sérnáms í samráði við kennara
og semja ritgerð úr því efni. í stað sérefnisritgerðar má stunda
nám í uppeldisfræðum, þjóðfélagsvísindum, kirkjutónfræðum eða
aukið nám í þætti í kennimannlegri guðfræði, kirkjurétti, grísku eða
hebresku, sem guðfræðideild metur gilt hverju sinni.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi.
AUGLÍSING nr. 78, 5. nóv. 1968
um staðfestingu forseta fslands á breytingu á reglugerð fyrir
Háskóla Islands nr. 76 frá 17. júní 1958, með áorðnum breyt-
ingum.
Forseti íslands hefur í dag, samkvæmt tillögu menntamálaráð-
herra, staðfest eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 76/1958 fyrir
Háskóla Islands: