Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 41
39
Iláskólalög og háskólarcglugcrð.
Um reglugerðir nr. 72, 30. sept. 1968, og nr. 78, 5. nóv. 1968,
varðandi 51. og 52. gr. háskólareglugerðar, sbr. rgj. 81/1965,
báðar varðandi almenn málvísindi og hljóðfræði, sjá þátt um
þá grein á bls. 52.
Stúdentaráð og háskólaráð unnu sameiginlega að samningu
á breytingu á 32. gr. háskólareglugerðar þess efnis að taka
skyldi upp árlega skrásetningu stúdenta, og yrðu þeir einir
taldir stúdentar skólans, er látið hefðu skrá sig í upphafi há-
skólaárs og greitt gjald, er ákveðið var 1000 krónur. Skyldu
800 krónur renna til Félagsstofnunar stúdenta, en 200 kr. til
Prófgjaldasjóðs. Reglugerðin er nr. 75, 23. okt. 1968.
Sett voru ný reglugerðarákvæði um kennslu og próf í við-
skiptafræðum 48. gr. 2. töluliður og 50. gr. háskólareglugerðar
sbr. rgj. nr. 76, 24. október 1968.
Sett voru reglugerðarákvæði, er varða kennslu og próf í
guðfræðideild, sbr. rgj. nr. 77, 25. okt. 1968.
Ný reglugerðarákvæði voru sett varðandi forpróf í lækna-
deild, sbr. rgj. nr. 94, 12. nóv. 1968.
Reglugerðarbreytingar þessar eru prentaðar í XV. kafla hér
að aftan.
Háskólalög.
Svo sem greint hefir verið frá í ái’bók Háskólans, samdi
rektor drög til breytinga á háskólalögum haustið 1967, og var
sérstök nefnd skipuð til að fjalla um þau drög, svo og önnur
atriði, er timabært þætti að breyta. Nefndin skilaði tillögum
sínum í desember 1968. Um sama leyti bárust tillögur frá
Stúdentaráði Háskólans um breytingar á háskólalögum, er viku
einkum að aukinni þátttöku stúdenta í stjórnun Háskólans, að
því er tekur til setu á deildarfundum, og enn fremur var lagt
til, að stúdentar fengju atkvæðisrétt í rektorskjöri með nánar
tilteknum hætti. Háskólaráð ræddi þessar tillögur í heild sinni
rækilega, fundir voru haldnir með fulltrúum Stúdentaráðs, og
rektor boðaði til kennarafundar út af máli þessu. Háskólaráð
óskaði einnig umsagnar deilda um tillögurnar, eins og þær