Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 9
Háskólinn og íslenskt þjóðfélag
7
Mín skoSun er sú, a8 samtvinnun náms og launaðrar og ólaunaðrar vinnu sé eeskileg
°g flestum nauðsynleg á öllum aldri, bceði frá félagslegu, heilbrigðislegu og fjárhagslegu
s1°narmiði, Með því er einnig viðurkennd sú staðreynd, að menn eiga aldrei að hcetta
“ð afla sér þekkingar, en jafnhliða lögð á það áhersla, að ungt fólk taki tiltölulega
snemma þátt i atvinnulífinu sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar.
Þó að skólavist sé góð og námslána- og námslaunakerfið henti innan vissra marka,
þá er hvorugt einhlítt. Launuð vinna nemenda utan skóla er líka lcerdómur og léttir
fyrir þjóð, sem að mörgu þarf að hyggja og við margan vandann að glíma við þröng
efnahagsleg skilyrði.
Eins og áður hefur verið minnst á hafa á seinustu árum orðið meiri háttar breytingar
a lcegri stigum skólakerfisins — breytingar sem eftir örfá ár hljóta að hafa mikil áhrif á
alla starfsemi þeirra skóla, sem taka eiga við nemendum að framhaldsskóla loknum.
Sumar þessara breytinga eru ekki fullráðnar, en þó er í megindráttum Ijóst, hvert stefnir.
Eftirspurn eftir háskólanámi mun því að öllum líkindum aukast meira en þegar er Ijóst
af þeim einföldu forspám, sem við höfum gert um vcentanlegan nemendafjölda. Þcer
forspár eru reistar á einföldum framreikningi nemendaskiptingar og námsferla, sem við
höfum búið við síðustu ár. Með breyttri skólalöggjöf eru forsendur þessa framreiknings
brostnar og spár um vcentanlegan nemendafjölda því allar rangar — sennilega of lágar.
Þetta blýtur að valda háskólanum verulegum vandrceðum, sem rétt er að benda á strax,
þer sem þegar er Ijóst, að hann getur ekki, svo vel sé, tekið við öllum þeim, sem leita
m«nu til hans samkvcemt þeim spám, er við nú höfum, án aukinnar fyrirgreiðslu af ýmsu
tcet, þar £ meðal fjárhagslegrar.
Auk þess vanda, sem stafar af fjölgun nemenda, blasir það við, að samsetning hópsins,
sem beita mun inngöngu í háskólann á ncestu árum, hlýtur að verða allt önnur en sam-
setnmg árganga síðustu áratuga. Hér veldur mestu, hvernig til tekst með breyttan fram-
baldsskóla, svo sem ég hef áður vikið að. Að minnsta kosti hlýtur það að vera Ijóst, að
tdgangur sóknar á háskólamið hlýtur að vera annar, þegar 10 hundraðshlutar árgangs
bnýja þar dyra, heldur en þegar 20 hundraðshlutar árgangsins vilja stunda háskólanám
~~ hvað þá 30.
Strangt frceðilegt nám á sviði hugvísinda eða raunvísinda og embcettisnám hentar
varla svo stórri hundraðstölu hvers árgangs, ef markið með náminu er sett hátt. Stutt
niarkvisst tcekninám er heldur ekki það, sem þeir scskjast eftir, sem óráðnir eru í lífinu,
°S draga má í efa, að þjóðfélagið hafi störf, sem geti orðið hópnum til lífsfyllingar, þótt
Þaskólinn stillti námskröfum sínum svo í hóf, að þeir gcetu valdið náminu.
1 nýlegri skýrslu hollenskra menntayfirvalda um horfur í háskólamálum þar í landi
es þess getið, að mikill hluti þeirra stúdenta, sem á ncestu árum mun leita inngöngu í
iskólana, muni hvorki geta tekist á við né vilja takast á við langt og strangt frceðilegt
>lam, eins og það hefur tíðkast í hefðbundnum háskólum, né tcekninám — jafnvel þótt
styttra sé — eins og það þekkist við tcekniháskóla. Hins vegar muni margir leita til
“skolanna í von um nceði og tilsögn við leit að lífshamingju. Fcestir muni vita, hvað