Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 10
Háskólinn og íslenskt þjóðfélag
8
þeir vilji, en leiti til háskólanna í von nm að finna einhverja þá þekkingarmola og
einhver þau ráð, sem koma mcetti leitancli sálum að gagni við mörkun Ufsfarvegs. E.t.v.
er það þá aðallega háskólalífið sjálft, sem laðar þetta fólk, fremur en það, sem kennslan
býður upp á. Mér býður svo í grun, að hið sama verði uppi á teningnum hér, ef spáin
um aukna aðsókn að háskólanámi vegna breyttrar löggjafar um grunnskóla og fram-
haldsskóla reynist rétt. Ef til vill má þegar merkja þessa þróun.
Ég hef nú reynt að lýsa nokkuð með almennum orðum skoðun minni á stöðu háskólans
í dag, bceði innri stöðu hans sjálfs og tengslunum út á við ásamt nokkrum breytingum,
sem yfir vofa og gcetu sett skólann í vanda. Ég hef hins vegar ncer eingöngu rcett þetta
frá sjónarhóli háskólans sjálfs.
Mig langar nú að bregða mér á annan sjónarhól og skyggnast inn í nokkur atriði, sem
varða vcentanlega þróun þjóðfélagsins í heild og reyna að lýsa því, hvernig þau verka á
stöðu háskólans.
Við lslendingar erum í afarríkum mceli háðir viðkvcemu lífríki sjávar og lands um
afkomu okkar og þeirri tcekni, sem við beitum til þess að fcera okkur gceði þeirra í nyt.
Ollum er Ijóst, að þessi tcekni hefur tekið mjög örum breytingum, og fátt bendir til,
að annað verði á ncestunni. Af þessum rótum eru runnar óskir um, að fjölgað verði
tceknilegum námsbrautum, hnitmiðuðum að þörfum þjóðfélagsins fyrir sérhcefða starfs-
krafta. Eins og áður er vikið að, hefur verulegur hluti nýjunga í starfsemi háskólans á
síðustu árum einmitt verið svar við slíkum óskum. Hið sama er að segja um ýmis ný-
mceli, sem nú eru á döfinni í framhaldsskólum. Trúlegt er, að þessum sérstöku óskum
fjölgi enn, enda af nógum sérgreindum verkefnum að taka í atvinnulifinu, og sérhcefð
tcekniþekking úreldist fljótt. Smceð þjóðfélagsins, takmörkuð náttúrugceði, skortur á fé
og sérfrceðiþekkingu setur okkur þó skorður í þessum efnum.
Aukin tceknivceðing og sérhcefing stefnir að aukinni framleiðni á hinum ýmsu sviðum
atvinnulífsins. Bein afleiðing þess getur orðið minnkandi atvinna í ákveðnum fram-
leiðslu- og þjónustugreinum. Við höfum einmitt upp á síðkastið rekið okkur harkalega
á þessar staðreyndir.
Hvernig verður atvinnuleysi þá umflúið almennt eða á afmörkuðum sviðum? Annab
hvort verður að flytja vinnuafl milli greina og finna nýjar atvinnugreinar eða dreifa
atvinnunni jafnar niður á fólk — eða öllu fremur dreifa atvinnuleysinu jafnar niður
með styttingu vinnutímans almennt, eða stytta starfscsvina með því að lengja ceskuna eða
setja fólk fyrr á eftirlaun.
Báðar þessar úrlausnir ern líklegar til að bylta skólakerfinu, og sýnir það okkur best,
hve nám og vinna eru í raun óaðskiljanlegir þcettir lífs okkar. Ekki þarf að orðlengja
eftirmenntunarþörfina, ef flytja verður vinnuafl milli greina.
Alþekkt er víða í nágrannalöndum okkar, að lenging setu ceskunnar á skólabekk hefur
minnkað hið svokallaða atvinnuleysi, en ég varpa þeirri spurningu til ykkar, hvort það
sé heppileg lausn.