Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 19
KAFLAR úr ræðum rektors háskóla íslands
Ur ávarpi rektors við afhendingu prófskírteina í febrúar 1974
Nám er vinna. Ætli nokkrum sé það betur
^jóst en þeim, sem eru að ljúka háskóla-
prófi og hafa að baki sér allt að 20 ára
skólagöngu? En þetta er ekki öllum ljóst,
°S þess vegna heyrast oft raddir, sem telja
nam fremur til slæpings en vinnu. Við
skulum ekki neita því, að margir hafa
slæpst undir yfirskyni náms, en því verður
ekki haldið fram með réttu um ykkur, sem
1 dag veitið viðtöku skírteinum ykkar um
lokapróf frá Háskóla ísiands. Langur og
strangur — en ég hygg þó oft skemmti-
legur tími — er að baki. Þið hverfið úr
hópi þeirra, sem ef til vill hafa að jafnaði
lengstan vinnudag hér á landi — hópi
skólafólksins — og út í lífið. Ef til vill
eru fá skil meiri í lífi manna önnur en
Þau, er fólk velur sér lífsförunaut.
Þótt nám sé vinna, þá er það á ýmsan
hátt annars konar vinna en bíður ykkar,
þegar þið komið út í lífið, og umhverfið
°ft annað. Mörg ykkar hafa þó jafnhliða
naminu — og ég vil segja sem betur fer
'— tekist á við margvísleg verkefni utan
skólans og í öðru umhverfi og andrúms-
lofti en ríkir innan skólaveggjanna. Nám
sumra ykkar er meira áð segja í ríkum
mæli verkleg þjálfun í stofnunum og á
stöðum, er þið munið hverfa til að námi
loknu. Fyrir ykkur er háskólaprófið því
ekki nein meiri háttar skil í lífinu. Það er
von mín og trú, að íslenska skólakerfið
haldi framvegis því sérkenni sínu — og
jafnvel í ríkari mæli en nú — að virða
störf nemenda í atvinnulífi þjóðarinnar í
víðustu merkingu orðsins sem ómissandi
þátt í undirbúningi undir lífsstarfið.
Þó að íslenskt skólafólk taki virkari þátt
1 störfum þjóðfélagsins jafnhliða náminu
en tíðkast annars staðar, þá heyrum við
samt oft þær raddir nú á tímum, að skól-
arnir séu að týna sambandinu við þjóð-
félagið, skólafólkið sé orðið rótslitið og eigi
erfitt með að skjóta rótum aftur, þegar út
í lífið kemur. Breyttir atvinnuhættir valda
því, að hér er nokkur hætta á ferðum.
Hættan er ekki eingöngu sú, að skólafólkið
viiji ekki takast á við og þori ekki að takast
á við brýnustu verkefni þjóðfélagsins að
námi loknu, heldur einnig sú, að stjórn-
endur fyrirtækja og stofnana vilji ekki taka
við skólafólkinu, af því að þessir aðilar
vantreysti getu þeirra, sem koma frá próf-
borðinu.
Hér sést mönnum oft yfir það, að góður
nemandi, eins og ég vil skilgreina hugtakið,
gerir sér ljóst, að hann á margt ólært, er
hann hverfur úr skóla, en það tekur hann
oftast styttri tíma að gerast nýtur starfs-
maður í þjóðfélaginu en hina, sem lítillar
menntunar hafa notið.
Hinn góði nemandi gengur til náms sem
vinnu meðan hann er í skóla og síðan til
vinnu sem náms, er út í lífið kemur. Meðan
slíkt hugarfar endist mönnum er ekki vá
fyrir dyrum.
I samræmi við það, sem ég nú hef sagt,
er það skoðun mín, að eitt brýnasta verkefni
okkar í háskólanum í dag sé aukin al-
mannatengsl skólans (public relations), þ.e.
aukin tengsl skólans við umhverfi sitt og
aðila utan hans. Hér er verk að vinna, og
það verður ekki aðeins unnið innan veggja
skólans. Það verður að vinna úti í þjóðlíf-
inu, og þar getur orðið þungt á metunum,
hvernig þið, sem nú kveðjið þennan skóla
og haldið út í lífið, reynist í starfi og
umgengni við fólk.
I þessu bið ég ykkur guðs blessunar, hún
er hið besta, er ég kann að biðja ykkur til
handa.
2