Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Qupperneq 21
Úr ávarpi rektors við afhendingu prófskírteina vorið 1974
19
Innritun nýstúdenta til náms á næsta há-
skólaári hefst á mánudaginn, og búast má
v'ð, að um eitt þúsund stúdentar bætist í
hópinn fyrir haustið í stað þeirra, sem
horfið hafa á braut. Þetta er lífsins saga.
^íenn fara og koma.
En þessar tölur sýna okkur annað og
tneira. Þær lyfta faldinum af því vandamáli,
sem einna hæst ber í málefnum háskólans
1 Eag, en það er hinn öri vöxtur í aðsókn
að skólanum. Þetta er vandamál vegna þess,
að við hljótum að spyrja okkur spurninga
eins og þessara: Erum við undir það búin
að veita öllu þessu fólki skammlausar við-
tökur? Er þessi braut öllum til góðs, sem
ut á hana leggja?
Ég ætla mér ekki að reyna að svara
Þessum spurningum, en hver og einn getur
Vitaskuld reynt að svara þeim fyxir sig. Eg
(el þær umhugsunar verðar fyrir þá, sem
stýra menntamálum og stjórna skólum, og
ekki síður fyrir þá, sem eru að búa sig
nndir lífið með námi í skólum, fyrir for-
eldra, sem vilja leiða börn sín til lífs-
hamingju, og fyrir þá, sem leggja skatt-
peninga til samneyslu þjóðarinnar.
Það hlýtur að vera mikils um vert, að
við getum verið sannfærð um það, að skól-
tnn geri þeim, sem hann sækja, eitthvert
gagn og skili þjóðinni, sem hefur fóstrað
þá, verðmætum í mannviti og mannkær-
leika.
Sá vöxtur, sem er í aðsókn að háskólanámi,
E-ggur okkur vissulega mikinn vanda á
herðar. Haldi svo áfram, sem horfir, er
Ijóst, að skapa verður nýjar námsbrautir,
sem gætu orðið til þurftar fyrir þjóðfélagið
og opnað fleirum leið til lífshamingju.
Mikil hætta er einnig á, að ella verði
aðrar og eldri námsbrautir ofsetnar.
Hér er mikið verk ýmist óunnið eða á
undirbúningsstigi. Að vísu hillir undir
nokkrar nýjar námsbrautir við háskólann á
sviði heilbrigðismála, svo sem í hjúkrunar-
fræðum, sjúkraþjálfun, meinatækni, félags-
ráðgjöf o.fl., og aðrar eru á umræðustigi,
svo sem nám fyrir starfsfólk í matvæla-
fræði, endurskoðun, fjölmiðlun o.fl.
Þetta er gott út af fyrir sig, en ég vil
vekja athygli á því, að hér verður að fara
með gát.
I fyrsta lagi er nauðsynlegt að skapa góða
aðstöðu til rannsókna og kennslu, áður en
nemendum er stefntjinn á nýjar náms-
brautir. Annars má vænta vonbrigða. Og
það kostar fé að stofna til nýrra náms-
brauta.
Við skulum líka vera þess minnug, að
þjóðfélagið þarfnast fleira en háskólageng-
inna manna, og það er hættulegt, ef það
verður útbreidd skoðun, að háskólapróf sé
eini lykillinn að lífshamingju manna. Aðrar
leiðir eiga líka að vera til og að þeim
verður að hlúa.
Sá, sem skilar verki sínu vel, hvar sem
er, og í hverju sem er, á jafnt skilið virðingu
samferðafólksins og umbun þjóðfélagsins,
hvort sem hann hefur þurft að fara lang-
skólaleiðina eða aðrar leiðir til undirbún-
ings starfi sínu.
Eg er þeirrar skoðunar, að það hafi verið
aðalsmerki íslensku þjóðarinnar, að þessi
skilningur hefur ríkt, og það þjóðarein-
kenni má alls ekki hverfa.
Ef okkur tekst að varðveita þetta ein-
kenni, þá tel ég, að færri en ella muni tor-
tímast af streitu við að troða sér gegnum
ímyndað nálarauga, sem skilur milli ham-
ingju og óhamingju, en það er hreinsunar-
eldur hins íslenska skólakerfis.
Og það er annað, sem vinnst við þetta.