Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Qupperneq 22
Úr ávarpi rektors vi3 afhendingu prófskírteina vorið 1974
20
Mun auðveldara ætti að vera en ella að gera
miklar kröfur í háskóla og leggja þjóðfé-
laginu til betur menntaða einstaklinga á
þeim sviðum, sem gera kröfu til háskóla-
náms.
Það hefur ekki tíðkast að gera grein fyrir
starfsemi háskólans á liðnu ári við afhend-
ingu prófskírteina að vori. Eg mun heldur
ekki gera það, en læt það bíða hausts. Þó
vil ég nota tækifærið og færa starfsfólki
háskólans við nám, kennslu, rannsóknir,
stjórnsýslu og önnur þjónustustörf alúðar-
þakkir fyrir veturinn. Fyrrverandi háskóla-
rektor flyt ég kveðju^ og þakkir háskólans
og yfirvöldum menntamála og fjármála
þakka ég góðan stuðning á margan hátt.
Hinn íslenski skattborgari á líka sinn skerf
af þökkum skilið.
Afhending prófskírteina að þessu sinni er á
vissan hátt söguleg. Arið 1970 var tekin
upp kennsla til lokaprófs í verkfræði sam-
kvæmt nýrri reglugerð fyrir verkfræði- og
raunvísindadeild. I dag eru brautskráðir
þeir fyrstu, sem því prófi hafa lokið. Eg
óska þeim og deildinni til hamingju með
áfangann og vænti þess, að þjóðin megi
njóta vel starfa þeirra í framtíðinni.
Oft er það sagt, að enginn geti þjónað
tveimur herrum. Og víst er það erfitt. En
það hlutskipti bíður ykkar nú, kæru kandí-
datar. Þið eigið í senn að þjóna vísindunum
og atvinnulífinu, hinu fræðilega og hinu
hagnýta, þekkingarleitinni hennar sjálfrar
vegna og þörfum fólksins í landinu á
hverjum tíma.
Já, víst mun það verða erfitt. En ég
óska ykkur ekki endilega hins auðvelda.
Ég óska ykkur til handa nægilegra verk-
efna og vandamála til að fást við og vaxa
með, því að vinnan göfgar manninn. Ég
vona, að nám ykkar við háskólann muni
gera ykkur auðveldara en ella að takast á
við þessi verkefni. Ég vænti þess einnig,
að háskóladvölin hafi kennt ykkur þá auð-
mýkt, að ekkert vandamál með þjóð okkar
sé of lítilfjörlegt til þess, að við það sé
glímt, og lagt ykkur til þá þekkingu, yfirsýn
og festu, sem er nauðsynleg til að gera
verkum ykkar svo góð skil, að þið verðið
sátt við ykkur sjálf.
Þórarinn heitinn Björnsson, skólameistari
á Akureyri, einn ágætasti lærifaðir, sem ég
hef átt, lagði sig fram um að gefa okkur
heiiræði fyrir lífið. Mér komu í hug nokkur
þessara heilræða, þegar við bekkjarsystkinin
minntumst 30 ára stúdentsafmælis okkar á
þessu vori. Mig langar til þess að kveðja
ykkur með því að rifja upp tvö þeirra.
Annað varðar tortryggnina og það að
ætla öðrum verri hlut en efni standa til.
Hann sagði okkur frá því, er hann fyrst
kom til útlanda á skipi, ungur sveinn, einn
í framandi heimi, sem hann var smeykur
við. Með skipinu voru fluttir íslenskir hest-
ar. Við uppskipunina féll hestur milli skips
og bryggju. Viðbrögð hins ókunna fólks,
sem stóð á bryggjunni, sannfærði hann um
það, að tortryggni í garð þess var óþörf.
Hann sá allt í einu heiminn, sem hann
óttaðist, í nýju ljósi.
Eitt af því, sem mér er minnisstæðast af
heilræðum Þórarins er þetta: „Varðveitið
hrifnæmi æskumannsins svo lengi, sem þið
getið". Með þessum orðum vil ég kveðja
ykkur. Hrifnæmið gerir ykkur glöð og frjó
í hugsun og líklegri til að láta gott af ykkur
leiða.