Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 26
Úr ræSu rektors á háskólahátíð 26. október 1974
24
um, ber að fara að með gát. Það er skoðun
mín, að brýnust sé þörfin á því að fá lög-
fest frumvarp um kennslustjóra við Há-
skóla Islands á haustþinginu, en í raun og
veru hefur verið fjárveiting til þeirrar stöðu
á fjárlögum frá ársbyrjun 1973.
Þrjú helstu svið framkvæmda í stjórn-
sýslu háskólans, auk almennrar skrifstofu-
stjórnar og starfsmannahalds, eru fjármál,
kennslumál og byggingamál. Háskólaritari
og aðstoðarháskólaritari sinna aðallega fjár-
málum, skrifstofustjórn og starfsmannamál-
um í samvinnu við rektor. Byggingastjóri
sér um framkvæmdir á vegum skólans í
samvinnu við aðra stjórnendur hans og aðra
opinbera aðila. Sérstakan mann þarf til
þess að annast í samráði við deildarfulltrúa
og rektor yfirstjórn allra kennslumála, m. a.
undirbúning á kennsluskrám, úthlutun hús-
næðis, samræmingu reglugerða, umsjón með
prófum og margvísleg vandamál nemenda
og kennara í námi og starfi. Slík nýbreytni
mundi létta verulega á daglegum störfum
rektors, sem gæti þannig snúið sér meira
að stefnumálum háskólans í samvinnu við
háskólaráð, en falið embættismönnum skól-
ans í ríkara mæli framkvæmd mála, sem
þegar hefur verið mörkuð stefna í. Þannig
ætti framtíðin síður að koma stjórnendum
háskólans í opna skjöldu.
Aðild stúdenta að stjórn háskóla er deilu-
efni um allan heim. Háskóli íslands varð,
sem betur fer, snemma til þess að opna
fyrir aðild þeirra. Ég hygg, að í Háskóla
Islands séu flestir á einu máli um, að stjórn-
araðild stúdenta í háskólaráði og deildum
sé sjálfsögð og eðlileg, en menn greinir á
um, hve mikil hún eigi að vera. Fjölgun
fastra kennara, nýjar deildir og námsbraut-
ir — allt þetta veldur að minni hyggju
þörf á aukinni stjórnaraðild stúdentanna,
sem er þeim lærdómsrík og líkleg til að auka
þeim ábyrgðartilfinningu.
Eitt af því, sem veldur erfiðleikum i
stjórnsýslu háskólans, eru hinir sveigjan-
legu innritunarfrestir stúdenta, sem hvergi
tíðkast erlendis. I sjálfu sér er gott til þess
að vita, að við höfum ekki tekið upp ríg-
bundið skipulag og form. Það gerir háskóla-
samfélagið mannlegra, en mér þykir frjáls-
ræðið í þessum efnum þó notað um of, því
að fólk er að innrita sig langt fram á vetur,
og þess vegna er erfitt um vik að skipu-
leggja nýtingu húsnæðis og starfskrafta há-
skólans. Ef ekki sækir í betra horf, verður
óhjákvæmilega að framfylgja settum regl-
um fastar en verið hefur.
Annað, sem veldur stjórnsýslunni erfið-
leikum, er sú árátta að vera alltaf að breyta
reglugerðum, sem veldur því, að menn rugl-
ast í því, hvaða reglur eru í gildi. Þetta
leiðir oft til mistaka og misskilnings. Er-
lendis mun það tíðkast sums staðar, að
reistar séu skorður við reglugerðarbrevting-
um, þannig að ákveðinn tími verði að líða
milli breytinga á námsskrám.
Á liðnu skólaári hafa margvíslegar breyt-
ingar verið gerðar á reglugerðum fyrir ein-
stakar deildir. Sumar hafa hlotið staðfest-
ingu æðsta valds í menntamálum, en aðrar
eru þar enn í athugun. Við skulum vona,
að þessar brevtingar verði haldgóðar. Einnig
hafa verið staðfestar reglugerðir fyrir nýjar
stofnanir innan skólans, svo sem Mannfræði-
stofnun Háskóla Islands, lagastofnun og líf-
fræðistofnun.
Þá er þess að geta, að Norræna eldfjalla-
stöðin er tekin til starfa í Jarðfræðahúsi
háskólans við Hringbraut, en hún mun starfa
í nánum tengslum við Háskóla Islands.
Á þessu ári minntist Happdrætti Há-
skóla Islands 40 ára afmælis síns, en það