Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 36
Úr ræðu rektors við afhendingu prófskírteina vorið 1976
34
leikum háskólafólks, sem hafði ekki því
meiri og hagnýtari sérþekkingu.
I velferðarþjóðfélögum eftirstríðsáranna
hefur háskólastarfseminni yfirleitt verið
markaður sá farvegur að framleiða annars
vegar sérhæft vinnuafl fyrir stjórnsýslu,
opinbera þjónustu og tæknivædda atvinnu-
vegi — fjárfestingarsjónarmiðið — og að
opna sem flestum frjálsa leið til lífsnautnar
með aukinni þekkingu hins vegar — neyslu-
sjónarmiðið.
Ýmsar spurningar leita á, þegar þessi
tvö meginhlutverk háskóla síðari tíma eru
rædd, og ég á engin svör við þeim. Eg held,
að það sé misskilningur, sem margir halda,
að ein og einföld lausn sé til á vandamálum
háskóla í dag. Að minnsta kosti þekki ég
hana ekki.
Er það kannske blekking — og það dýr
blekking fyrir þjóðir og einstaklinga —, að
háskólar eða skólar yfirleitt séu hinn æski-
legi vettvangur til sérhæfingar einstaklinga
í ýmsum störfum?
Er háskólanám orðið um of munaðar-
kennt? Höfum við efni á því? Er það okk-
ur að öllu leyti til góðs?
Hafa menn hæfileika til að njóta mennt-
unarinnar, þegar skorið hefur verið á þær
rætur, er tengja þá við erfiði dagsins? Eða
er allt nám og starf orðið slíkt erfiði, að
við höfum aldrei tíma til að njóta?
Er e.t.v. eitthvað til í því, að ásóknin
í menntun sé hjá mörgum orðin eins og
auðsöfnun — fánýt árátta án nokkurs til-
gangs?
Hafa menn e.t.v. gleymt hinum gullna
meðalvegi milli náms og starfs og nema
því án tilgangs eða starfa án tilgangs?
Hafa fjárfestingar- og neyslusjónarmiðin
í háskólamenntuninni e.t.v. skyggt um of
á það hlutverk háskólanna, sem var áður
fólgið í því að tryggja þjóðum sjálfsvitund,
eigin menningu og farsæla forystu?
Háskóli er ekki fullmótuð guðsgjöf, sem
okkur hefur verið fengin til varðveislu, held-
ur má miklu fremur líkja honum við jarð-
arskika, sem okkur hefur verið falinn til
ræktunar. Oll ræktun þarf alúð og elsku.
Ef við viljum bæta háskólana — og mann-
lífið yfirleitt -—, er okkur meiri þörf á
byltingu kærleikans en mörgum þeim víg-
orðum, sem nú glymja í dag, eða jafnvel
þeim skipuritum, sem sett eru á blað og
ætlað að festa allt í skorðum.
Stefna í háskólamálum þarf því ekki
síður sveigjanleika en festu, með allri virð-
ingu fyrir henni innan vissra marka. Ver-
um minnug þess, að brautryðjandanum
hættir við að festast í farinu og verða um
síðir þröngsýnn og þræll eigin kerfis, ef
hann skortir víðsýni, sveigjanleika og mann-
kærleika.
íslendingar eru vanir veðrabrigðum. Ég veit
þó ekki, hvernig þessi skil leggjast í ykkur,
sem nú hættið námi og hefjið störf.
Ég vil leyfa mér að kveðja ykkur með
sömu orðum og ég kvaddi sams konar hóp
haustið 1975:
Setjið ykkur ekki á háan hest, þegar þið
hefjið störf. Viðurkennið fyrir sjálfum ykk-
ur, að þið eigið margt ólært í reynd. Notið
hins vegar þekkingu ykkar á allan hátt i
því skyni að valda störfum ykkar og vanda
þau. Forðist umfram allt menntahroka, því
að hann er bæði ástæðulaus og óviturlegur.