Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 39
GUÐFRÆÐIDEILD og fræðasvið hennar
37
Inngangur
^farkmið guðfræðideildar Háskóla íslands
er þríþætt:
Að mennta fólk til starfa í þágu kristn-
innar í landinu.
Að stunda fræðastörf og rannsóknir til
nytja fyrir söfnuði landsins, presta og
kristi ndómskennara.
Að stunda grundvallarrannsóknir í þeim
visindagreinum sem undir deildina
heyra.
Löngum hefur verið litið á guðfræði-
e'ldina nær eingöngu sem starfsskóla fyrir
P esta. En þjóðfélagslegar breytingar síðari
ara gera æ meiri og margvíslegri kröfur til
Undirbúnings prestsstarfinu, og hið forna
•slenska prestshlutverk, sem fyrst og fremst
Var roiðað við sveitaþjóðfélag, hefur skipst
1 fleiri sjálfstæða starfsþætti sem hver um
Slfi krefst ærins undirbúnings. Allt þetta
K'fur gert öeilúinni nauðsynlegt að endur-
s oða og endurskipuleggja hið hefðbundna
fioðfræðinám á þann hátt að stúdentinn
^i basfari til að heimfæra kristna lífs-
s oðun upp á hin margbreytilegu verkefni
Scrn biða hans í þjóðfélaginu.
Slíkar endurskoðunartilraunir hafa farið
ram í guðfræðideild undanfarin ár. Kemur
fe(ta m.a. fram í nýrri reglugerð sem felur
1 ser ýmsa möguleika í þessa átt. Hinu er
e ki að neita að ýmsir erfiðleikar hindra
Pvssa viðieitni og kennslukraftar hafa ekki
verið
nasgir.
Starfsmenn guðíræðideildar í fullu starfi
joru árið 1975 aðeins sjö talsins. Þörf
verrar fræðigreinar fyrir mannafla fer ekki
)rst og fremst eftir fjölda stúdenta heldur
C trr eðli fræðigreinarinnar. Vel mætti segja
a starfsmenn guðfræðideildar þyrftu að
vera tvöfalt fleiri til þess að deildin gæti
sinnt sínu verki.
Áhugi á fortíðinni hefur löngum verið
mikill hér á landi. En til þess að hægt sé
að heimfæra þá fornu texta, sem allt guð-
fræðinám byggist á, til okkar aðstæðna, þá
er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir og
þekkja það þjóðfélag sem við lifum í,
vandamál þess og tjáningarform og vera
næmur á samtíðina.
Augljóst er að mikið skortir á að guð-
fræðideildin geti sinnt hlutverki sínu í
þessu efni nægilega vel með þeim mann-
afla sem hún hefur á að skipa og hlýtur
það m.a. að koma niður á þjónustu kirkj-
unnar við fólk.
Eftir tilkomu prófessorsembættis i félags-
legri siðfræði hefur það samt áunnist að
þjóðfélagshættir, vandkvæði samfélagsins,
fjölskyldna og einstaklinga, og kirkjuleg
þjónusta hér og erlendis hafa verið kynnt
innan ramma félagslegu siðfræðinnar og
rannsóknaræfingar hafa verið stundaðar á
þessum sviðum. En allar aðstæður skortir
enn til þess að starfshættir þessir séu stund-
aðir að nokkru marki í deildinni.
Ný reglugerð
Ný reglugerð fyrir guðfræðideild tók gildi
þann 30. ágúst 1974 og fól hún í sér tals-
verðar breytingar á fyrri reglugerð sem var
frá 1958. Margra ára vinna, jafnt kennara
sem stúdenta, liggur að baki hinni nýju
reglugerð. Fyrstu drögin voru samin að
Litla-Ási í Hveragerði 13.—16. nóvember
1972 en þá var mönnum löngu orðin ljós
nauðsyn þess að gera víðtækar breytingar á
kennsluháttum og námsfyrirkomulagi deild-
arinnar. Aðalatriði hinnar nýju reglugerðar
er það að tekið er upp svonefnt námsein-
ingakerfi, þ.e. 1 eining (e) samsvarar einnar