Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 44
Læknadeild og fræðasvið hennar
42
legra breytinga á læknanáminu, fyrirkomu-
lagi þess og tilgangi. Menn hefur nokkuð
greint á um það hvaða leið bæri að fara
til þess að ná hinu sameiginlega marki
sem allir eru sammála um að sé verkefni
læknadeilda allra háskóla, þ.e. að útskrifa
lækna sem hafa tileinkað sér viðhorf og
hugsunarhátt fræðigreinar sinnar þannig
að heilbrigðismáium verði sem best borgið.
Læknisfræðin hefur fyrir löngu komist á
það stig að hún getur aldrei orðið öll á
valdi eins manns, svo að vonlaust er að
leggja það sjónarmið til grundvallar lækna-
kennslunni. Framhaldsnám að lokinni und-
irstöðumenntun er því nauðsynlegt til þess
að fullkomna undirbúning undir hin marg-
víslegu læknisstörf. Á þetta jafnt við um
störf sjúkrahúslækna, rannsóknalækna og
heimilislækna. Af þessum ástæðum verður
í háskóiamenntuninni að leggja meginá-
herslu á vinnuaðferðir í nútímalæknisfræði,
þjálfun í vísindalegum hugsunarhætti,
sjálfsnám og klínískar aðferðir til öflunar
upplýsinga frá sjúklingum,
Á árinu 1965 beindi heilbrigðismálaráðu-
neytið þeim tilmælum til menntamálaráðu-
neytis að læknadeild beitti sér fyrir því að
tekin yrði upp kennsla í almennum lækn-
ingum innan deildarinnar ef það mætti
verða til þess að auka aðsókn að héraðs-
læknisstörfum og almennum læknisstörfum,
Hér var um tímabæra og athugunarverða
tillögu að ræða sem læknadeildin tók til
nákvæmrar athugunar. Það var þó löngu
Ijóst af hálfu deildarinnar að ekki var
unnt að taka upp neina nýja kennslu innan
hennar að óbreyttum aðstæðum þar eð slíkt
mundi valda lengingu læknanámsins sem
flestir munu sammála um að þegar var
orðið of langt. Var þvi ekki annarra kosta
völ en að sleppa einhverju sem fram að
því hafði verið kennt til að taka upp nýtt
kennsluefni eða breyta verulega því
kennslufyrirkomulagi sem gilti, til þess að
nýta mætti tíma stúdenta og kennara betur
en verið hafði.
Haustið 1965 var hafist handa fyrir al-
vöru við undirbúning nýrrar reglugerðar.
Þá kom hingað í boði læknadeildarinnar
og menntamálaráðuneytisins dr. Arne Mar-
tinsen, þáverandi aðalritari Nordisk Fede-
ration for Medicinsk Undervisning. Átti
hann viðræður við alla kennara deildar-
innar til að undirbúa tillögur um breytt
kennslufyrirkomulag. Þessum athugunum
var síðan haldið áfram af nefnd sem skipuð
var á vegum deildarinnar, en Jónas Hall-
grímsson dósent var ráðinn sérstaklega til
að vinna að endurskoðun kennslutilhögun-
arinnar með nefndinni. Nefndin hélt síðan
áfram viðræðum við hina ýmsu kennara
deildarinnar. Á grundvelli þessara viðræðna
og með hliðsjón af þeirri þróun sem átt
hefur sér stað í nágrannalöndum okkar,
lagði nefndin síðan fram tillögur að þeirri
reglugerð sem nú gildir.
Helstu breytingar frá fyrra fyrirkomulagi
voru að tekin var upp árgangakennsla og
kennsla í smærri hópum í stað hlutakennslu
og fyrirlestrarkennslu þar sem stúdentar frá
fleiri árgöngum sóttu tíma saman. Gert er
ráð fyrir meiri samhæfingu (integration)
milli kennslugreina en áður hafði tíðkast,
annars vegar milli klínískra greina inn-
byrðis og hin's vegar milli undirstöðugreina
og klínískra greina. Gert var ráð fyrir að
sú meginregla gilti að próf skyldu aðeins
haldin einu sinni á ári, að vori til. Síðar
var þessu ákvæði breytt og upptöku- og
veikindapróf leyfð að hausti.
Ein af meginforsendum þeirra breytinga