Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 47
Læknadeild og fræðasvið hennar
45
Gestafyrirlestrar erlendra visindamanna
Haustið 1974 flutti ptófessor H. W. Dav-
enport frá University of Micbigan fyrir-
lestra í lífeðlisfræði í boði læknadeildar
Háskóla íslands.
I nóvember sama ár hélt dr. pharm. Jens
Hnld, forstöðumaður lyfjarannsóknadeildar
A/S Dumex í Kaupmannahöfn, þrjá fyrir-
lestra í boði deildarinnar. Fyrirlestrar dr.
Hald fjölluðu um eftirtalin efni:
Urenheder som ársag til uönskede
virkninger af lægemidler.
Historien bag Antabus.
Udviklingen af den industrielle frem-
stilling af lægemidler.
I október 1975 flutti dr. David Doyle
ftá University of Glasgow tvo fyrirlestra í
boði læknadeildar en þeir fjölluðu um
eftirfarandi efni:
Histochemistry of muscle biophysics.
Investigative aspects of head injuries.
A vegum læknadeildar starfar sjóður
Híelsar Dungals prófessors en hlutverk
hans ex að bjóða erlendum og íslenskum
Visindamönnum til fyrirlestrahalds um
H'knisfræðileg efni við læknadeild Háskóla
Hlands. í boði Dungalssjóðs hafa á árunum
^973—1975 eftirtaldir fræðimenn flutt
lyrirlestra á vegum læknadeildar: Prófessor
Steen Olsen frá Árósaháskóla flutti tvo
fyrirlestra um nýrnasjúkdóma og hafði auk
ht'Ss námskeið í greiningu nýrnasjúkdóma
lyrir meinafræðinga.
Prófessor Harald Gormsen frá Kaup-
^annahafnarháskóla flutti tvo fyrirlestra
um réttarlæknisfræðileg efni.
H. Laufer, prófessor við Hebreska há-
skólann í Jerúsalem, flutti fyrirlestur um
hjartasjúkdóma og hafði námskeið í vefja-
fiteiningu sjúkdóma fyrir meinafxæðinga.
Dr. ]. Cbr. Siim frá Statens seruminstitut
í Kaupmannahöfn flutti almennan fyrir-
lestur um toxoplasmosis og fyrirlestur fyrir
stúdenta um greiningu hitabeltissjúkdóma
sem kynnu að berast til Norðurlanda.
Auk ofangreindra fyrirlestra fluttu ýmsir
erlendir fræðimenn fyrirlestra á vegum
læknadeildar á ofangreindu tímabili þó að
ekki væri þeim sérstaklega boðið til fyrir-
lestrahalds.
Kennsla
Kennsla í aimennri efnafræði, sem kennd
er á vegum verkfræði- og raunvísinda-
deildar, fer fram í Tjarnarbæ þar sem
áður var Tjarnarbíó. Sýkla- og ónæmis-
fræði er kennd í rannsóknastofum þessara
greina þar sem áður var þvottahús Land-
spítalans en heitir nú Rannsóknastofa há-
skólans í sýkla- og ónæmisfræði við Eiríks-
götu. Fyrirlestrar í þessum greinum eru
auk þess fluttir í kennslustofu fæðingar-
deildar Landspítalans. Líffærafræði er
kennd að Ármúla 30 í húsi Nýju blikk-
smiðjunnar, og þar fer einnig fram kennsla
í lífefnafræði. Kennsla í lífeðlisfræði fex
fram í leiguhúsnæði að Grensásvegi 12.
Lyfja- og eiturefnafræði er kennd í aðal-
byggingu háskólans og í Tjarnarbæ. Líf-
færameinafræðikennsla fer fram í Rann-
sóknastofu háskólans í meinafræði við
Barónsstíg og í fyxirlestrarsal fæðingar-
deildar Landspítalans. Aðrar greinar eru
kenndar í Landspítala, Landakotsspítala,
Kleppsspítala, Borgarspítala og á Vífils-
staðaspítala. Verkleg kennsla í klínískri
læknisfræði fer fram á Landspítala og öðr-
um kennsluspítölum.
Fastir kennarar deildarinnar, bæði þeir
sem gegna fullu starfi og þeir sem eru í
hlutastarfi, voru 53 talsins í september