Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Síða 51
Læknadeild og fræSasvið hennar
49
fót rannsóknastofu í veirufræði sem pro-
fessor Margrét Guðnadóttir veitir forstöðu.
Nokkur hluti þessa húsnæðis (um 60 m2)
er nýttur fyrir bakteríurannsóknir sýkla-
deildar (berkla- og blóðvatnsrannsóknir),
enn fremur er þar kennslustofa sem notuð
er til verklegrar kennslu í sýklafræði. Hus
þetta kallast Rannsóknastofa háskólans í
sýkla- og óncemisfrcsði v/Eiríksgötu til að-
Sreiningar frá Rannsóknastofu háskólans í
meina- og sýklafrcsði v/Barónsstíg.
I undirbúningi er bráðabirgðahúsnæði í
námunda við gömlu rannsóknastofubygg-
inguna á Landspítalalóð. Ex það ætlað fyrir
óakteríurannsóknir og hluta af meinafræði-
tannsóknum.
Starfsmenn Rannsóknastofu háskólans
V/Barónsstíg voru í júlí 1975 alls 48. For-
stöðumaður er prófessor dr. med. Olafur
Bjarnason. í meinafræðideild vinna auk
hans yfirlæknir og trveir sérfræðingar sem
allir eru einnig dósentar í læknadeild há-
skólans. Auk þeirra vinna þar fjórir að-
stoðarlæknar í fullu starfi og tveir sérfræð-
in8ar f hlutastarfi, ellefu meinatæknar,
skrifstofustjóri, þrír læknaritarar, gjaldkeri
°S bókari í hlutastarfi. Af tæknimönnum
eru tveir deildarstjórar. Ljósmyndari og
sendill eru við stofnunina. í sýkladeild
vinna tveir læknar, annar er sérfræðingur
sem jafnframt er dósent í sýklafræði í
Iteknadeild háskólans, hinn er aðstoðar-
l®knir í hlutastarfi. I þeirri deild vinna
tlu meinatæknar, tveir deildarstjórar og
fjórar aðstoðarstúlkur. Sumt framantalins
fólks vinnur fyrir báðar deildirnar og
sumir meinatæknanna vinna hlutastarf.
Fiármál
Rannsóknastofan nýtur fjárframlags á fjar-
iógum, en hluti kostnaðar við reksturinn er
greiddur af eigin tekjum fyrir þjónustu-
störf. Skrifstofa ríkisspítalanna sér um
reikningshald stofnunarinnar.
Starfsemi
Meinafræðideild sér um að greina vefjasýni
sem tekin eru við aðgerðir á sjúklingum
eða við krufningar. Réttarlæknisfræðideild
sinnir réttarkrufningum, blóðrannsóknum í
barnsfaðernismálum og öðrum réttarlæknis-
fræðilegum rannsóknum. Kennsla lækna-
nema í meina- og réttarlæknisfræði fer
fram á vegum þessara deilda. Frá upphafi
hefur sú kennsla að meira eða minna leyti
farið fram innan veggja stofnunarinnar.
Hin síðari ár hefur fjölgun læknanema
valdið því að leita hefur orðið með veru-
legan hluta kennslunnar í húsnæði fjarri
stofnuninni, m.a. í leiguhúsnæði háskólans
við Ármúla, og hefur það verið til óhag-
ræðis og baga fyrir alla hlutaðeigendur.
Sýkladeild sér um að greina bakteríur
og sveppi úr sýnum sem send eru frá sjúkl-
ingum á sjúkrahúsum í Reykjavík og úti á
landi eða sjúklingum sem koma á lækn-
ingastofur. Nokkuð af sýnum berst og á
vegum heilbrigðiseftirlits, einkum í sam-
bandi við grun um matareitranir eða eftirlit
með hreinlæti við matvælaiðnað. Deildin
sér einnig um blóðvatnspróf til að mæla
mótefni gegn ýmsum sýklum og til að
greina gigtsjúkdóma, Þá annast deildin
ætagerð til að rækta bakteríur og sveppi.
Geta þeir aðilar sem fást við sýklarann-
sóknir úti á landi fengið keyptar ýmsar
tegundir æta þar. Ráðgjafarþjónusta er veitt
starfsliði sjúkrahúsa og læknum utan sjúkra-
húsa í því hvernig taka skuli sýni, túlka
niðurstöður rannsókna, greina og fara með
sýkingar og haga sóttvörnum. Kennsla í
bakteríufræði fyrir meinatækna, lækna-
4