Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 58
Læknadeild og fræðasvið hennar
56
Rannsóknir á algengum farsóttum
í mönnum
Algengar farsóttir hrjá landsbúa með vissu
millibili og ganga undir samheitinu
„flensan" eða „pestin sem er að ganga".
Þessum sóttum fylgja margs konar fylgi-
kvillar og skortir upplýsingar um langvar-
andi afleiðingar veirusýkinga.
Við tilkomu rannsóknastofunnar hafa
allar aðstæður til rannsókna þessara við-
fangsefna gerbreyst og engin ástæða er
til að láta þessar pestir ganga ógreindar
hjá garði lengur. Hafin er kortlagning á
útbreiðslu algengra farsótta. Tveir lækna-
nemar, Birna Jónsdóttir og Valgerður Sig-
urðardóttir, hafa unnið að henni. Birna
rannsakaði blóðsýni úr 100 börnum til að
greina algengar sýkingar í öndunarvegi
en Valgerður mældi hettusóttarmótefni
vegna faraldurs sem nú geisar. Þá vinnur
Margrét Guðnadóttix prófessor að ritgerð
um athuganir á hegðun inflúensu hér á
landi um tíu ára skeið.
Aðsend sýni vegna
sjúkdómsgreininga
Á annað þúsund sýni frá sjúklingum sem
grunur leikur á að hafi orðið fyrir bráðri
veirusýkingu hafa verið send Rannsókna-
stofu í sýkla- og ónæmisfræði við Eiríks-
götu síðan hún tók til starfa.
Sjúkrahús landsins, héraðslæknar og
starfandi læknar hafa sent sýnin, flest til
þess að greina rauða hunda. En sýni vegna
annarra tegunda sýkinga voru einnig greind.
Með tilkomu rannsóknastofunnar verður
þessi þjónusta aukin og er nú í athugun
hvort unnt reynist að gefa barnadeildunum
kost á skjótri greiningu kvefsótta. Fór
Sigrún Guðnadóttir, starfsmaður rannsókna-
stofunnar, utan til náms í Svíþjóð í nokkra
mánuði til að kynna sér sérstaklega tækni
við skjóta greiningu.
StarfslíS
Auk forstöðumanns störfuðu síðasta háskóla-
ár á veirurannsóknadeild Rannsóknastofu
í sýkla- og ónæmisfræði sjö líffræðingar,
fjórir læknanemar, einn meinatæknir í hálfu
starfi, einn meinatækninemi, tveir aðstoð-
armenn (annar þeirra í hálfu starfi) og
einn ræstingarmaður. Sumir starfsmannanna
unnu aðeins skamman tíma á rannsókna-
stofunni, og sex líffræðinganna, sem getið
er að ofan, vinna jafnframt að námsverk-
efni til framhaldsprófs í verkfræði- og raun-
vísindadeild. Luku tveir þeirra verkefnum
sínum á háskólaárinu 1974—75.
Arinbjörn Kolbeinsson, dósent í bakter-
íufræði, veitir forstöðu rannsóknum í
bakteríufræði og eru berklarannsóknir og
blóðvatnsrannsóknir framkvæmdar í rann-
sóknastofunni, en aðrar rannsóknir hans
fara fram í Rannsóknastofu háskólans í
meina- og sýklafræði við Barónsstíg. Auk
hans starfa að rannsóknum þessum sam-
tals um tuttugu starfsmenn.
Fjármál
Kostnaður við rekstur rannsóknastofunnar
(veirurannsóknadeildar) skiptist nokkurn
veginn jafnt milli háskólans og heilbrigðis-
stjórnarinnar á almanaksárinu 1974. Má
það teljast eðlileg skipting. Nefnd hefur
verið skipuð til þess að kanna skiptingu
kostnaðar, en hún hefur ekki lokið störfum.
Margrét Guðnadóttir.