Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Síða 59
I^RAUNASTÖÐ háskólans í MEENAFRÆÐI, KELDUM')
57
ilraunastöð háskólans í meinafræði að
Keldum við Vesturlandsveg var stofnuð
Vrr rúmum aldarfjórðungi. Samkvæmt
Jógum nr. 11 frá 28. febrúar 1947 skal
unnið að rannsóknum á búfjársjúk-
°mum og öðrum skyldum verkefnum.
Rannsóknasvið Tilraunastöðvarinnar nær
íRr meinafræði, gerlafræði, veirufræði, ó-
nmmisfræði, sníklafræði, lífefnafræði og
®einefnafræði. Sérstök rækt hefur vexið
®go við veirusjúkdóma í mönnum og
skepnum. Mikilsverður þáttur í starfseminni
ur framleiðsla og sala ónæmislyfja og sala
• missa búfjárlyfja, sem stofnunin flytur inn.
í’egar Tilraunastöðin var stofnuð, veitti
°ckefeliersjóðurinn ríflegan fjárstyrk
«00.000 dali) gegn jafnháu framlagi frá
^ ‘kissjóði Islands til bygginga og tækja-
auPa. Rekstur stofnunarinnar hefur síðan
s,UmPart verið kostaður af beinu framlagi
Ur ri’kissjóði, en sumpart af tekjum stofn-
Unarinnar af sölu á bóluefni og lyfjum.
Svo sem kunnugt er fluttust hingað
s ^ðar búfjárpestir með karakúlfé frá Halle
1 í'í'skalandi árið 1933, þ. e. garnaveiki,
v°tamæði, þurramæði og visna. Allir herja
sJ.ukdómar ]?essir á sauðfé, en kúm stafar
emnig hætta af garnaveikinni. Árlega eru
^olusett um 120. 000 ásetningslömb gegn
oarnaveiki með bóluefni því sem dr. Björn
eirmn Sigurðsson bjó til fyrstur manna.
'_^u^hefur þó ekki tekist að útrýma garna-
Sjá nánar um Tilraunastöð háskólans í
memafræði og sögu hennar í Tilraimastöð
áskólans í meinafrœði, Keldum, 1948—
'3, Halldór Vigfússon tók saman ásamt
uðmundi Péturssyni og Páli A. Pálssyni,
1973, og Ársskýrslu Tilrauna-
^oovar Hdskólans í meinafrceði, Keldttm,
veikinni, enda nokkur misbrestur á því að
framkvæmd bólusetningar og annarra varn-
araðgerða sé sem skyldi.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á
þurramæði og visnu á Tilraunastöðinni.
Mæðiveiki hefur óvíða gert meiri usla en
hér á landi, en með niðurskurði tókst að
útrýma votamæði árið 1952. Líkur eru nú
vaxandi á því, að þurramæði sé einnig úr
sögunni hér á landi, en síðast var sá sjúk-
dómur greindur í fé hérlendis árið 1965.
Á Keldum tókst að rækta veirur þær sem
valda þurramæði og visnu og finna blóð-
próf til greiningar þessara sjúkdóma.
Rannsóknir Björns Sigurðssonar á þess-
um sjúkdómum og hugmyndir hans um
hæggenga veirusjúkdóma hafa vakið at-
hygli víða um heim, og hafa vísindamenn
frá 22 þjóðlöndum úr öllum heimsálfum
heimsótt stofnunina á undanförnum árum
til að kynna sér rannsóknir þar.
Starfsemi Tilraunastöðvarinnar býr enn
að brautryðjandastarfi prófessors Níelsar
Dungals að búfjársjúkdómarannsóknum og
bóluefnisframleiðslu í Rannsóknastofu há-
skólans við Barónsstíg og starfi Guðmund-
ar Gíslasonar læknis þar og síðar á Keld-
um.
Starfslið
Núverandi forstöðumaður Tilraunastöðvar-
innar er Guðmundur Pétursson læknir. Auk
hans starfa á stofnuninni sex sérfræðingar,
en fastir starfsmenn eru alls 23. Dr. Páll
A. Pálsson yfirdýralæknir starfar jafnframt
að rannsóknum á Keldum, og þar er til
húsa rannsóknadeild Sauðfjárveikivarna
undir forystu Sigurðar Sigurðssonar dýra-
læknis, en sú starfsemi heyrir undir land-
búnaðarráðuneytið. Þá hafa tveir prófessor-
ar háskólans haft þar rannsóknaraðstöðu,