Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 65
Lagadeild og fræoasviö hennar
63
í Björgvin. Varði hann ritgerðina 19. apríl
1975 og nefndist hún Eigendomsavhending
i norsk rettshistorie.
Lagastofnun Háskóla íslands
Lagastofnun Háskóla íslands tók til starfa
1974 eftir reglugerð nr. 190/1974, sem
alllengi hafði verið í undirbúningi.
Stjórn stofnunarinnar
Lagadeild tilnefndi í stjórn stofnunarinnar
Prófessorana Gauk Jörundsson, Lúðvík
íngvaxsson, Sigurð Líndal og Þór Vilhjálms-
s°n en stjórn Orators, félags laganema, til-
nefndi Svein Sveinsson stud. jur. Stjornin
kaus Þór Vilhjálmsson forstöðumann til
^eggja ára á fundi 23. september 1974.
lag hefur tekist um að ritið birtist 1 Tima-
riti lögfræðinga, og jafnframt hefur verið
samið við prentsmiðjuna Setberg um ser-
prentanir fyrir lagastofnunina.
SkýrslugerS um gjaldþrotaskipti
Eiríkur Tómasson cand. jur. starfaði hja
lagastofnuninni frá 1. juni til 31. agust
1975 að skýrslugerð um gjaldþrotaskipti
frá 1960. Skýrslurnar voru ræddar á fundi
28. ágúst 1975 í Lögbergi. Fundinn sóttu
lagakennarar, dómarar 1 skiptarettunum 1
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Kefla-
vík og starfsmenn ux domsmalaraðuneytinu,
Gjaldheimtunni í Reykjavík og verslunar-
ráðinu. Urðu miklar umræður um skýrslur
Eiríks, sem væntanlega verða birtar á prenti
síðar.
Búsnæði, samstarf við lagadeild
Starfsemi stofnunarinnar fer fram í Lög-
ergi þar sem allir kennarar í fullu starfi
* jagadeild hafa vinnustofur. Þeir eru allir
1 starfi við stofnunina samkvæmt 4. gr.
reglugerðar nr. 190/1974. Þá er skrifstofa
^agadeildar í sama húsi. Stofnunin hefur
ekki sérstakt húsnæði, enda eru verkefnin
fytir hana unnin í skrifstofu lagadeildar
eftir því sem þörf krefur.
Rannsóknir 1974—1975
Útgáfa á doktorsriti
i‘‘gnúsar Stephensen
Stjórn stofnunarinnar samþykkti 9- úes-
etnber 1974 að semja við Kolbein Sæm-
undsson lic-és-lettres um þýðingu á doktors-
Magnúsar Stephensen dómstjóra:
c°mmentati0 de Legibus ... Samningur
Var gerður við Kolbein 19. desember 1974
°S skilafrestur ákveðinn til 1. juli 1975
°S skilaði hann þá þýðingu sinni. Samkomu-
Ársfundur 1975
Fyrsti ársfundur stofnunarinnar var haldinn
24. febrúar 1975 í samræmi við reglugerð
hennar. Var þar fjallað um skýrsluna fyrir
árið 1974 og fjárhagsáætlun stofnunarinnar
sem var samþykkt og send lagadeild. Guð-
laugur Þorvaldsson rektor sótti fundinn og
skýrði frá ýmsum málefnum sem eru ofar-
lega á baugi innan háskólans.
Fjármál
Lagastofnunin, sem hefur til umraða
700.000 kr. á árinu 1975, hefur veitt styrki
til ýmissa verkefna á vegum starfsmanna
hennar. Auk lagakennara í fullu starfi og
Eiríks Tómassonar lögfræðings hafa unnið
við lagastofnun síðustu mánuði aðjúnkt-
arnir Hallvarður Einvarðsson vararíkissak-
sóknari (frá 1. maí 1975) og Steingrímur
Gautur Kristjánsson héraðsdómari (frá 1.
júní 1975), en þeir hafa báðir haft leyfi
frá aðalstörfum sínum.
Sigurður Líndal.