Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Qupperneq 66
HEIMSPEKIDEILD OG FRÆÐASVIÐ HENNAR
64
I. Inngangur
í heimspekideild eru kenndar sautján náms-
greinar til B.A.-prófs, þar af þrjár til cand.
mag.-prófs, og prófgreinar eru 229 að tölu.
Deildin annast kennslu í heimspekilegum
forspjallsvísindum, og tvær námsgreinir eru
kenndar til forprófs.
Deildarfundir eru æðsta stjórntæki heim-
spekideildar. Þar eiga sæti allir fastráðnir
kennarar og tveir fulltrúar stúdenta. I árs-
byrjun 1975 tók til starfa níu manna
deildarráð, sem fjallar um flest deildarmál
í umboði deildarfundar. Þessi nýbreytni
hefur reynst mikið hagræði fyrir alla stjórn-
sýslu. Reglugerð heimspekideildar er nú í
endurskoðun, og er þess vænst, að hægt
verði að starfa eftir nýrri og mun hag-
kvæmari reglugerð áður en langt um líður.
Heimspekideild hefur vaxið mikið að
fjölda námsgreina og stúdenta á undan-
förnum 10—15 árum. Árið 1965 var fjöldi
innritaðra stúdenta 444, en veturinn 1974
—-1975 voru þeir 898. Kennurum hefur
og fjölgað talsvert, og eru nú 39 manns
við deildina í fullu kennslustarfi. Mikið
skortir þó á, að því stefnumarki deildar-
innar sé náð, að fyrir hverja B.A.-grein séu
þrír kennarar í fullu starfi.
Starfsemi deildarinnar beinist að veru-
legu leyti að því að búa stúdenta undir
kennslustörf í gagnfræða- og menntaskól-
um. Þessi starfsemi á ekki nema að tak-
mörkuðu leyti samleið með rannsóknastarf-
semi, en svo er ákveðið af valdhöfum, að
háskólakennarar skuli einnig vinna vísinda-
leg rannsóknastörf. Fvrrgreind starfsemi
deildarinnar á að nokkru leyti sök á því,
að minna er um vísindastarfsemi en marg-
ur kýs, en að öðru leyti er um að kenna
fátæklegri aðstöðu og slæmri fyrirgreiðslu.
Það er helst í íslenskum fræðum, þar sem
rannsóknastofnanir hafa starfað í fáein ár,
að unnt hefur reynst að halda uppi umtals-
verðri fræðaiðkan.
II. HúsnæSismál
Aðalbækistöð heimspekideildar er af flest-
um talin Árnagarður. Þar er skrifstofa
heimspekideildar til húsa og greinarnar is-
lenska og sagnfræði, svo og Orðabók há-
skólans og Stofnun Árna Magnússonar.
Annars er það skemmst sagna, að deildin
býr við hið mesta ófremdarástand í hus-
næðismálum, og er starfsemi hennar dreifð
á sjö staði alls. I aðalbyggingu háskólans
eru til húsa franska, rússneska, þýska og
bókasafnsfræði. Norðurlandamálin hafa að-
setur í Norræna húsinu, enskan er á Ara-
götu 14, sálarfræðin á Smyrilsvegi 22, og
loks fer fram kennsla í Lögbergi og Þjóð-
minjasafnshúsinu. Eitt af hinum allra brýn-
ustu verkefnum heimspekideildar er því að
vinna að því, að komið verði upp húsnæði
fyrir þær greinir, sem ekki eiga aðsetur i
Árnagarði.
III. Vísindastarfsemi
Auk Orðabókar háskólans og Stofnunar
Árna Magnússonar (sem að vísu eru ekki
stjórnsýslulega tengdar heimspekideild) eru
þrjár rannsóknastofnanir starfandi í deild'
inni. Að öðru leyti vinna kennarar að mestu
sjálfstætt að eigin verkefnum eftir því sern
við verður komið, og má geta sér nokkuð
til um afrakstur þeirrar iðju af ritaskra
þeirra.
IV. RáSstefnur og námskeiS
Á vegum rannsóknastofnunar í bókmennta-
fræði var haldin 10. ráðstefna International
Association for Sctmdinavian Studies dag-