Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 70
Keimspekideild og fræSasviS hennar
68
• söguspeki,
• túlkunarfræði,
• þekkingarfræði.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í
náminu að láta ritgerðir og verkefni, leyst
af hendi yfir veturinn, koma að mestu leyti
í stað lokaprófa. I upphafi hvers misseris
hefur þvi verið lögð fram starfsáætlun
með dagsetningum ritgerðarskila og verk-
efna.
Danska
Kennsla í dönsku og dönskum bókmennt-
um hefur tekið miklum stakkaskiptum hin
síðari ár. Ætla má að aukin og bætt starf-
semi í þessari grein muni skila betri dönsku-
kennurum til skólanna en áður.
Haustið 1974 var sett ný námsskrá fyrir
dönskukennsiuna. Nýjar námsskrár höfðu
verið gerðar. haustið 1970 og vorið 1972.
Jafnframt gerð nýju námsskrárinnar 1974
var kennurum fjölgað. Lengst af hafði einn
danskur sendikennari haft með höndum alla
dönskukennsluna við háskólann með aðstoð
eins stundakennara en nú urðu föstu kenn-
ararnir þrír, tveir sendikennarar og einn
lektor og stundakennararnir átta. Hefur
nám, kennsla og rannsóknarstarfsemi því
hafist á hærra stig. Eru þessar breytingar
helstar:
— Tjáskiptafræði (kommunikation) var
tekin upp sem kennslugrein árið 1972.
— Framburðar- og talkennsla er mun
betri en áður vegna tilkomu málvers
(„language laboratory").
— Bókmenntakennsla hefur verið aukin
mjög og horfið hefur verið frá bók-
menntasögulegum utanbókarlærdómi.
— Fjögurra vikna sumarnámskeið við
danskan háskóla hefur verið fastur liður
í náminu síðan 1972.
—■ Kennsla í dönsku á 4. stigi var tekin
upp árið 1974. Lögð er stund á sænsku
og norsku ásamt dönskunni.
— Sameiginlegt rannsóknarverkefni er
þáttur í 4. stigi og ætti það að koma
skólum landsins að notum.
— Framhaldsmenntun í dönsku í dönskum
háskólum stendur þeim stúdentum nu
væntanlega til boða sem lokið hafa 4.
stigi í dönsku.
Enska
Enska er nú orðin ein fjölmennasta grein
heimspekideildar. I maí 1975 tóku 52 stúd-
entar próf á 1. stigi, 22 á 2. stigi, 16 á 3-
stigi og 8 á 4. stigi til B.A.-prófs eða sam-
tals 98 nemendur.
Vegna mikillar fjölgunar stúdenta voru
ýmsar breytingar gerðar á enskunámi til
B.A.-prófs haustið 1975, sérstaklega á 1. og
2. stigi, meðal annars með því að skipta
stúdentum í u.þ.b. 12 manna hópa í alln
eiginlegri tungumálakennslu (talæfingum,
ritæfingum, o.s.frv.). Þetta leiðir óhja-
kvæmiiega af sér nokkra minnkun a
kennslu bókmennta á 1. stigi, enda er það
álit enskukennara að nauðsynlegt sé á 1-
stigi að leggja höfuðáherslu á undirstöðu-
þekkingu á málinu þar sem undirbúnings-
nám nemenda er mjög mismunandi. í þeim
tilgangi er fyrirhugað að koma á fót nýju
námskeiði, þ.e. „basic course" á 1. stigi-
Hér er um að ræða talæfingar, ritæfingar
og enska málfræði, og er ætlunin að þetta
verði undirstaða frekara náms og verði jafn-
framt til þess að tryggja lágmarkskunnáttu
allra nemenda áður en lengra er haldið-
Auk þess mun frjálst val greina á 2., 3. og
4. stigi gera stúdentum kleift að einbeita
sér að aðaláhugaefni sínu í máli og bók-