Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 74
Heimspekideild og fræðasvio hennar
72
Kennsla
I kennslunni hefur frá upphafi verið lögð
megináhersla á lestur úrvalsverka heims-
bókmenntanna frá ýmsum tímum allt frá
köflum úr Gamla testamentinu til bók-
mennta eftirstríðsáranna. í öllu náminu
fléttast nokkuð saman bókmennta frceði,
bókmenntasaga, bókmenntalestur og túlkun.
Jafnframt hefur stúdentum verið ætlað að
lesa bókmenntasöguleg yfirlitsrit, og kenn-
arar hafa gert grein fyrir þeim verkum
sem lesin hafa verið í ljósi bókmenntasög-
unnar, hugmyndasögu og þess þjóðfélags
sem verkin eru sprottin upp úr, eftir því
sem kostur hefur verið. Þá eru einnig
fræðileg námskeið á hverju stigi, og er þar
fjallað um bókmenntafræði og æfingar í
bókmenntagreiningu, bókmenntafélagsfræði
og túlkunarfræði. Verulegur hluti kennsl-
unnar hefur frá upphafi beinst að samningu
ritgerða. Hefur stúdentum á 1. og 2. stigi
verið ætlað að semja yfir veturinn tvær til
þrjár ritgerðir um einstök verk eða verk-
efni, og hafa þær verið metnar sem hluti af
skriflegu prófi á 1. stigi en komið alveg x
stað skriflegs prófs á 2. stigi. 3. stig greinist
í tvo prófþætti og er annar þeirra (50%)
B.A.-ritgerð.
Hagnýtt gildi
Nám í almennri bókmenntasögu hefur
einkum gildi sem almenn menntun fyrir þá
sem vilja auka þekkingu sína og skilning
á mannlegum samskipmm og listrænni
tjáningu, en próf í greininni gefur ekki
réttindi til ákveðinna starfa. Þó er almenn
bókmenntasaga nú til sem valgrein í
menntaskólum þannig að sá sem á annað
borð hefur réttindi til kennslu á því skóla-
stigi og almenna bókmenntasögu sem hluta
af námi sínu gæti átt þess kost að kenna
eitthvað í greininni. Enn fremur kemut
kunnátta í almennri bókmenntasögu vita-
skuld að gagni þeim kennurum í íslensku
eða erlendum tungumálum sem fjalla um
bókmenntir í kennslu sinni. Þá má vænta
þess að próf í almennri bókmenntasögu se
talið kostur á ýmsum starfsmönnum á sviðl
fjölmiðlunar svo sem við blaða- og bóka-
útgáfu, við útvarp og sjónvarp, við söfn o.
s.frv. Loks er þess að geta að almenn þók-
menntasaga er vitaskuld hin æskilegasta
undirstaða fyrir hvern þann sem hyggst
stunda framhaldsnám í bókmenntum í þv1
skyni að búa sig undir fræðistörf eða ha-
skólakennslu.
Samband við aðrar greinar
Eins og áður er sagt eru mestar líkur til að
próf í almennri bókmenntasögu komi að
notum þeim kennurum sem kenna annaö-
hvort íslensku eða erlend mál. Auk þess et
málaþekking mjög æskileg fyrir stúdenta 1
þessari grein og má því telja heppilegt að
velja almenna bókmenntasögu ásamt ein-
hverju tungumáli eða tungumálum. Fytir
þá sem hyggja á störf á öðrum sviðum e°
við kennslu eða framhaldsnám í bókmennt-
um koma vitaskuld fleiri möguleikar til
greina. Mjög náin tengsl eru milli bók-
mennta og heimspeki, bókmennta og sálar-
fræði, bókmennta og þjóðfélagsfræði, bók-
mennta og sagnfræði, svo og milli bók-
mennta og almennra málvísinda. Fyrix þa
sem búa sig undir störf á bókasöfnum getur
einnig verið heppilegt að leggja stund a
almenna bókmenntasögu.
Fjöldi stúdenta
Allmargir stúdentar hafa innritast til nams
í almennri bókmenntasögu á hverju hausti
og hefur þeim fjölgað stöðugt frá 1971