Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 78
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi
76
Stofnun Arna Magnússonar á íslandi var
komið á fót með lögum er tóku gildi
29. maí 1972, og tók hún við öllu starfi
og eignum Handritastofnunar Islands.
Þessi breyting á nafni var gerð í sam-
ræmi við ákvæði í sáttmálanum milli
Islands og Danmerkur um afhendingu á
hluta af íslenskum handritum í Danmörku
til Islands er fullgiltur var 1. apríl 1971,
en með honum lauk, eins og kunnugt
er, deilum sem staðið höfðu í áratugi
milli þessara þjóða.
Stjórn og fjármál
Stofnun Árna Magnússonar er háskóla-
stofnun með sérstakri stjórn og sjálfstæð-
um fjárhag. Stjórnarnefnd stofnunarinnar
er skipuð þremur mönnum. Formaður er
háskólarektor, Guðlaugur Þorvaldsson en
aðrir nefndarmenn eru Birgir Thorlacius
ráðuneytisstjóri, skipaður af menntamála-
ráðherra, og forstöðumaður Árnastofn-
unar, dr. Jónas Kristjánsson. Háskólaráð
kýs stofnuninni tvo tilsjónarmenn (ephori)
til fjögurra ára í senn, og gegna þeim
störfum nú dr. Bjarni Guðnason prófessor
og Logi Einarsson hæstaréttardómari.
Stofnuninni er úthlutað vissri upphæð
á fjárlögum hvers árs. Árið 1973 nam sú
upphæð 13 684 000 kr. en árið 1976
36 438 000 kr. Auk þess hefur stofnunin
nokkrar tekjur af sölu útgáfubóka sinna,
en Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast að
mestu dreifingu þeirra og sölu. Það gefur
þó auga leið að vísindarit seljast sjaldan
í svo stóru upplagi að útgáfa þeirra beri
sig fjárhagslega, því að prentunarkostn-
aður er geysimikill, og er hann auk launa
aðalútgjaldaliður stofnunarinnar.
Hlutverk stofnunarinnar
Svo sem segir í lögum um Árnastofnun
er henni ætlað að vinna að aukinni þekk-
ingu á máli, bókmenntum og sögu íslensku
þjóðarinnar fyrr og síðar. Þetta gerir stofn-
unin með
— öflun og varðveislu gagna um þess*
efni,
— rannsóknum á heimildum um þau,
— útgáfu handrita og fræðirita
— og með hverju öðru sem stutt getuf
að þessu markmiði.
Starfsmenn stofnunarinnar vinna
rannsóknum og útgáfu íslenskra handrita-
Einkum er unnið að vísindalegum textaut-
gáfum en einnig eru gefnar út ljósprentanif
handrita og fræðileg rit um handritarann-
sóknir og fornbókmenntir. Þá starfar viö
stofnunina þjóðfræðingur sem vinnur
söfnun og hljóðritun hvers kyns þjóðfræSa-
efnis sem varðveist hefur meðal þjóðarinnat-
Störf handrifaskiptanefndar og
heimkoma handritanna
Skipting handrita Stofnunar Arna Magn^'
sonar í Danmörku er í höndum handrita-
skiptanefndar sem skipuð var 1971 a.
forsætisráðherra Danmerkur. I nefndinn*
sitja fjórir fulltrúar: af hálfu Danmerkut
þeir dr. Christian Westergaard-Niebetl
prófessor og dr. Ole Widding orðabókat-
ritstjóri, en af íslands hálfu þeir dr. J°n®S
Kristjánsson prófessor og dr. Magnús
Lárusson prófessor. Varamaður islensku
nefndarmannanna er Olafur Halldórsso0
cand. mag. Nefndin hélt fyrsta fund sinn
í júlí 1972, en á tímabilinu fram £1
1. ágúst 197'6 hafa verið haldnir 17 fun ,
ir og tekin afstaða til allra handrita