Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 118
Viðskiptadeild og fræðasvið hennar
116
embættismönnum og félögum Félags við-
skipta- og hagfræðinga.
í apríl 1975 átti deildin því láni að
fagna að fá dr. S. WEINTRAUB frá
University of Pennsylvania í heimsókn
fyrir milligöngu Menningarstofnunar
Bandaríkjanna. Heimsókn hans var hagað
með svipuðum hætti og heimsókn dr. Ball.
Fyrirlestur sinn flutti dr. Weintraub i há-
skólanum 9. apríl og fjallaði um tekju-
stefnu í nútímamarkaðsþjóðfélagi. Dr.
Weintraub hefur um langt skeið fengist
við rannsóknir á sambandi milli kaup-
gjaldssamninga og verðbólgu, og hefur
hann verið ómyrkur í máli um skoðun
sxna á vanmætti seðlabanka til áhrifa á
verðlagsþróun.
Hér þykir rétt að greina frá að í tilefni
150 ára afmælis hins merka hagfræðings
séra Arnljóts Ólafssonar efndi Félag við-
skipta- og hagfræðinga til samkomu í
hátíðasal háskólans þar sem dr. GYLPI
Þ. GÍSLASON flutti erindi um séra Am-
ljót, ævi hans og störf.
Kennarar og nemendur
í lok háskólaársins 1974—75 hafði við-
skiptadeild á að skipa tíu embættum fastra
kennara í fullu starfi. Þar af eru fimm
prófessorsembætti, tvær dósentsstöður og
þrjár lektorsstöður. Deildin hefur eina
hlutastöðu dósents. Þá höfðu veturinn 1974
—75 samtals ellefu menn með höndum
nokkra stundakennslu, þ. á m. fimm ráðnir
sem aðjúnktar.
Á föstu kennaraliði urðu eftirfarandi
breytingar: I ársbyrjun 1974 var Þórir
Einarsson, þá dósent, settur prófessor í
fjarveru Guðlaugs Þorvaldssonar sem hafði
tekið við embætti rektors haustið 1973.
Haustið 1973 var dr. Þráinn Eggertsson
skipaður í nýja stöðu lektors í þjóðhag-
fræðigreinum. Meðal kennslugreina dr.
Þráins hafa verið félagsmálahagfræði, hag-
kerfi og saga hagfræðikenninga. Sumarið
1973 var Halldór Ásgrímsson, löggiltur
endurskoðandi, skipaður í nýja stöðu lektors
í endurskoðun og reikningshaldi. I árs-
byrjun 1974 var dr. Kjartan Jóhanns-
son skipaður í nýja stöðu dósents í stærð-
fræðilegri hagfræði og tölfræði. Kennslu-
greinar dr. Kjartans hafa verið stærðfræði,
framleiðslufræði og aðgerðarannsóknir.
Hinn 1. ágúst 1975 var Halldóri Ás-
grímssyni, sem þá var orðinn alþingis-
maður, að eigin ósk veitt lausn frá störfum
lektors. Væntanlega verður nýr maður skip-
aður í starfið haustið 1975.
Þá hefur Brynjólfur Sigurðsson lektor
verið settur dósent í stöðu Þóris Einars-
sonar frá 1. ágúst 1975 til eins árs.
Önnur starfsemi
Viðskiptadeild hefur á stefnuskrá sinni að
gangast fyrir upprifjunar- og framhalds-
námskeiðum fyrir kandídata í samráði viö
Félag viðskipta- og hagfræðinga. Síðast var
haldið rúmlega 40 klst. námskeið um fjár-
málastjórnun veturinn 1973—74, og sóttu
það um fimmtán kandídatar.
Kennarar viðskiptadeildar hafa á undan-
förnum árum bæði beint og óbeint leitast
við að leggja lið stofnunum sem hafa beitt
sér fyrir námskeiðum um ýmsa þætti stjórn-
unar. Samkvæmt lögum Stjórnunarfélags
Islands á viðskiptadeild kost á að tilnefna
mann í fræðsluráð félagsins. Einn kennara
viðskiptadeildar er forstöðumaður nám-
skeiðahalds SFI, en aðrir kennarar starfa
reglulega á námskeiðum þess.
Ámi Vilhjálmsson-