Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 122
NÁÍVISBRAUT í ALMENNUM ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐUM
120
Inngangur
Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum
tók til starfa haustið 1970. Stofnun hennar
hafði verið undirbúin í nokkur ár. Síðasti
áfangi þess starfs var unninn af nefnd sem
skipuð var kennurum úr þremur deildum
háskólans og fulltrúum stúdenta. Formaður
nefndarinnar var núverandi rektor háskól-
ans, prófessor Guðlaugur Þorvaldsson.
Stjórnsýsluleg staða námsbrautarinnar
innan háskólans fól í sér nýmæli. Náms-
brautin hefur sjálfstæði í innri málum og
skipar að því leyti sama sess og deildir
háskólans. Stjórn hennar er skipuð föstum
kennurum námsbrautarinnar, fulltrúum
stúdenta, tveimur fulltrúum sem háskólaráð
kýs og einum sem forseti viðskiptadeildar
velur, og er hann jafnframt formaður
stjórnarinnar. Stjórn námsbrautarinnar
gegnir sama hlutverki og stjórnir deilda:
skipuleggur kennsluna, gerir fjárlagatillög-
ur, er aðili að veitingu embætta, kveður upp
úrskurði í ýmsum málefnum nemenda o.s.
frv. Staða námsbrautarinnar er hins vegar
frábrugðin stöðu deildanna í því að hún
hefur aðeins takmarkaða aðild að æðri
stjórnsýslu háskólans. Formaður stjórnar
námsbrautarinnar á ekki sæti í háskólaráði
en er boðaður á fundi þess þegar fjalla skal
um málefni hennar.
Markmið■ námsbrautar í þjóðfélagsfræð-
um er fyrst og fremst að veita nemendum
kennslu til B.A.-prófs í aðalgreinunum, fé-
lagsfræði og stjórnmálafræði. Námsbraut-
inni er auk þess ætlað að sinna rannsóknum
á íslensku. þjóðfélagi og taka þátt í alþjóð-
legu samstarfi þjóðfélagsfræðinga. Markmið
námsbrautarinnar felur þannig í sér fjöl-
þætta starfsemi sem m.a. miðar að eftirfar-
andi:
— að gera nemendur hæfa til að sinna
margvíslegum störfum svo sem kennslu,
stjórnsýslu, fjölmiðlun, félagslegri þjón-
ustu og rannsóknum í þágu ríkis, sveit-
arfélaga og fjöldasamtaka;
— að mennta nemendur í samræmi við
námskröfur í helstu nágrannalöndum
svo að þeir eigi greiðan aðgang að
framhaldsnámi erlendis;
— að efla þekkingu Islendinga á eigin
þjóðfélagi, þróun þess og meginein-
kennum og tengja þá þekkingu ftæðslu
um önnur þjóðfélög, bæði nálæg og
fjarlæg;
— að gera Háskóla Islands að fullgildum
aðila í alþjóðlegri vísindastarfsemi a
þessu sviði með samstarfi við erlenda
þjóðfélagsfræðinga og kynningu á nið-
urstöðum rannsókna á íslensku þjóðfe-
lagi.
Þrónn námsbrautarinnar hefur til þessa
greinst í tvö tímabil. Á fyrra tímabilinu,
1970—1973, var megináhersla lögð á að
byggja upp kennsluna. Á hverju ári bættist
við nýr áfangi uns þriggja ára nám til
B.A.-prófs hafði verið byggt upp í heild.
Síðara tímabilið, 1973—1975, hefur ein-
kennst af sífellt umfangsmeiri rannsóknar-
starfsemi innan námsbrautarinnar og *
fjölþættari umfjöllun um íslenskt þjóðfélag
á öllum stigum námsins. Við lok þessa
tímabils hefur námsbrautin fengið þann
heildarsvip í kennslu og rannsóknarstarf-
semi sem hún mun líklegast halda í megin-
atriðum á næstu árum.
Starfskraftar námsbrautarinnar voru 1
upphafi tveir innlendir fastráðnir kennarar
og einn erlendur gistiprófessor. Á undan-
förnum árum hafa tveir fastráðnir innlendir
kennarar bæst við. Námsbrautin hefur þ°