Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Side 125
Námsbraut í almennum þjóðfélagsfrœSum
123
tengsl vi5 hagsmunasamtök, frambjóð-
endur og forystumenn eru einnig þættir
í athugunum á flokkakerfinu.
' ■ Alþingi, einkum þróun þess, skipulag,
valddreifing milli deilda, nefnda og
þingflokka, störf þingmanna, tengsl
þeirra við kjósendur og samskipti við
aðrar valdastofnanir, hagsmunahópar
mnan Alþingis, undirbúningur löggjaf-
ar og áhrif ýmissa aðila á því sviði.
Itarleg viðtöl við alþingismenn 1972—
1973 eru meðal meginheimilda í þess-
um rannsóknum.
Islenskir fjölmiðlar, einkum útbreiðsla
°£ lestur dagblaða í Reykjavík, not
barna og unglinga af fjölmiðlum, úr-
vinnsla frétta í fjölmiðlum og þáttur
auglýsinga.
Hagsmunasamtök á íslandi, einkum
þróun þeirra, skipulag, tengsl við stjórn-
málaflokka og önnur samskipti við að-
ila stjórnkerfisins.
Sveitarstjórnir, einkum verkefni þeirra,
samskipti við ríkisvald, landshlutasam-
tök, áhrif ýmissa aðila á ákvarðanir í
trlteknum verkefnum, t.d. við gerð
skipulags,’valdakerfi innan sveitarfélaga
°g viðhorf og venjur íbúa. Einnig er
verið að skrásetja þátttöku og úrslit í
kosningum í öllum sveitarfélögum sl.
100 ár og verða þær heimildir lagðar
tú grundvallar margvíslegum athugun-
um á eðli íslenska stjórnkerfisins.
Islenska valdakerfið, einkum þróun þess
Há upphafi síðustu aldar, meginein-
kenni í ljósi kenninga um eðli valda-
kerfa, hverjir skipa þann hóp sem ræður
°g hvernig miðstöð stjórnkerfisins hef-
ur verið byggð upp.
RáSstefnur
Námsbraut í þjóðfélagsfræðum hélt í maí
1975 ráðstefnu um rannsóknir á fjölmiðl-
um á Islandi ásamt Félagsvísindafélagi Is-
lands. Tilgangur ráðstefnunnar var að
kynna rannsóknir námsbrautarinnar á þessu
sviði og skapa vettvang fyrir umræður
meðal fræðimanna og starfsfólks við fjöl-
miðlun. Til ráðstefnunnar var boðið blaða-
mönnum, fréttamönnum, stjórnendum
blaða, útvarps og sjónvarps og starfsfólki
auglýsingafyrirtækja. Ráðstefnan var liður í
þeirri viðleitni að efla tengsl milli háskól-
ans og stofnana á öðrum sviðum atvinnu-
lífsins. Dr. Olafur Ragnar Grímsson pró-
fessor setti ráðstefnuna og stjórnaði henni,
Þorbjörn Broddason lektor flutti yfirlitser-
indi um rannsóknir á fjölmiðlum, og þjóð-
félagsfræðingarnir Aðalbjörg Jakobsdóttir,
Sigurveig Jónsdóttir, Stefán A. Halldórsson
og Þorbjörg Jónsdóttir fluttu erindi um
efni lokaritgerða sinna (sbr. ritskrá). Að
loknum flutningi erinda fóru hringborðs-
umræður fram með þátttöku frummælenda,
ritstjóra, blaðamanna og fréttamanna um
framtíðarmarkmið og viðfangsefni rann-
sókna á fjölmiðlum á Islandi. Ráðstefnuna
sóttu rúmlega eitt hundrað gestir.
Gestafyrirlestrar
NED LEBOW,
prófessor í stjórnmálafræði í City Univer-
sity í New York, flutti í nóvember 1973
fyrirlestur um stjórnun átaka í alþjóðasam-
skiptum.
DANIEL J. BOORSTIN,
sagnfræðingur frá Smithsonian lnstitute,
flutti í mars 1974 tvo fyrirlestra í boði
námsbrautarinnar og heimspekideildar. Fyr-
irlestrarnir fjölluðu um þá þætti sögunnar