Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 136
MANNFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS
134
Mannfræðistofnun Háskóla íslands var
stofnuð 11. júlí 1974 er menntamálaráð-
herra staðfesti reglugerð stofnunarinnar.
Hún tók formlega til starfa 28. janúar 1975.
Sá var aðdragandinn að stofnun Mann-
fræðistofnunar Háskóla íslands að 28. jan-
úar 1969 var íslenzka mannfræðifélaginu
komið á fót og þrem árum síðar, 28. janúar
1972, stofnsetti félagið Mannfræðistofnun
Islenzka mannfræðifélagsins er naut fjár-
styrks Alþingis og Vísindasjóðs. Forstöðu-
maður hennar var dr. Jens Pálsson. Hófust
rannsóknir á vegum þessarar stofnunar þá
um sumarið í Suður-Þingeyjarsýslu í sam-
starfi við Nordiska humanekologiska forsk-
argruppen. Voru 735 Þingeyingar rannsak-
aðir mannfræðilega. Um 40 manns unnu
beint eða óbeint að rannsóknum þessum og
tók fjöldi erlendra vísindamanna frá Norð-
urlöndum þátt í þeim auk íslenskra vísinda-
manna og nutu þær styrks Norræna menn-
ingarmálasjóðsins. Var rannsóknum þessum
fram haldið næstu ár á ýmsum stöðum í
Þingeyjarsýslum. Þá stóð stofnunin einnig
að mannfræðilegum rannsóknum á 1254
Árnesingum haustið 1972 og vorið 1973.
Fóru þær fram í samstarfi við Mannfræði-
stofnun Háskólans í Mainz í Þýskalandi.
Þýska vísindastofnunin Deutsche Vorsch-
ungsgemeinschaft styrkti rannsóknirnar
fjárhagslega.
Frá upphafi starfsemi sinnar vann ís-
lenzka mannfræðifélagið að því að komið
yrði á fót mannfræðistofnun við Háskóla
Islands. Hinn 17. desember 1971 skipaði
rektor Háskóla íslands, dr. Magnús Már
Lárusson, nefnd til þess að fjalla um fram-
tíðarfyrirkomulag mannfræðirannsókna á
íslendingum og nefndist hún Mannfræði-
nefnd Háskóla íslands. Formaður nefndar-
innar var dr. Guðmundur Eggertsson
prófessor en ritari dr. Jens Pálsson. Samdi
nefndin reglugerð fyrir stofnunina sem
samþykkt var af háskólaráði og staðfest af
menntamálaráðherra eins og fyrr segir.
í stjórn Mannfræðistofnunar Háskóla Is-
lands voru skipaðir prófessorarnir dr. Jó-
hann Axelsson formaður, Sigurjón Björns-
son ritari, Guðjón Axelsson og dr. Guð-
mundur Eggertsson (allir tilnefndir af há-
skólaráði), Davíð Davíðsson prófessor, Ól-
afur Ólafsson landlæknir og dr. Jens Páls-
son mannfræðingur. Hinn 1. janúar 1975
var dr. Jens Pálsson settur forstöðumaður
Mannfræðistofnunar Háskóla Islands og
skipaður 1. apríl 1976.
Markmið
Mannfræðistofnun Háskóla íslands stefnir
að því að framkvæma mannfræðirannsóknir
í öllum sveitum og bæjum á Islandi á þeim
landsmönnum er til næst og eru eldri en 6
ára. Hér er um samanburðarrannsóknir að
ræða sem einkum fela í sér mælingar og
athuganir á ýmsum líkamseinkennum fs-
lendinga svo og könnun á erfðum og lík-
amsþróun með hliðsjón af heilsufari og
menningarlegu og landfræðilegu umhverfi-
Helstu viðfansefni
— vaxtarrannsóknir (aldursbreytingar),
— þrekrannsóknir,
— kynmunur ýmissa líkamseinkenna,
— kynslóðabreytingar ("secular changes”),
t.d. hæðaraukning og höfuðlagsbreyt-
ingar sem átt hafa sér stað síðustu ára-
tugi hjá íslendingum,
— áhrif innæxlunar og útæxlunar (''endo-
gamy/exogamy”),
— líkamlegur munur starfshópa og þjóð-
félagshópa,