Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 194
LÁTNIR HÁSKÓLAKENNARAR
192
Guðni Jónsson, prófessor emeritus í sögu
Islands í heimspekideild, andaðist 4. mars
1974.
Hann var fæddur 22. júlí 1901 að
Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Hann lauk
mag. art. prófi í íslenskum fræðum frá
Háskóla Islands 1930. Framhaldsnám
stundaði hann við Kaupmannahafnarhá-
skóla og lauk dr. phil. prófi frá Háskóla
íslands árið 1953.
Guðni Jónsson var skipaður prófessor í
sögu íslands 1. janúar 1958. Var hann af-
kastamikill maður í kennslustól, og eftir
hann liggja mikil ritstörf og merk. Einnig
vann hann mikið starf að útgáfum íslenskra
fornrita. I rannsóknum sínum lét hann
ættvísi og byggðasögu mjög til sín taka.
Róbert A. Ottósson, dósent í messu- og
sálmasöngfræði í guðfræðideild, andaðist í
Lundi 10. mars 1974.
Hann var fæddur 17. maí 1912 í Berlín.
Stundaði nám í Berlínarháskóla og Staat-
liche Akademische Hochschule fúr Musik
í Berlín, og í París. Fluttist til íslands 1935.
Hann lauk dr. phil. prófi frá Háskóla ís-
lands árið 1959.
Hann var skipaður dósent í guðfræði-
deild 15. september 1966 og gegndi því
embætti til dauðadags. Hann stundaði rann-
sóknir á sögu íslensks messu- og sálma-
söngs og gaf m.a. út Ijósprentaðar útgáfur
kirkjulegra tónmennta.
Róbert A. Ottósson hafði með rannsókn-
um sínum og kennslu mótandi áhrif á
kirkjulegan tónmenntaáhuga fjölda yngri
presta.
Sigurður Nordal, prófessor í íslenskum
fræðum í heimspekideild, andaðist 21. sep-
tember 1974.
Hann var fæddur 14. september 1886
að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Stundaði nám
við Kaupmannahafnarháskóla og lauk það-
an mag. art. prófi 1912 og dr. phil. prófi
1914, en framhaldsnám í heimspeki stund-
aði hann í Berlín og Oxford. Hann var
skipaður prófessor í íslenskri málfræði og
menningarsögu 1. október 1918. Rektor
Háskóla íslands var hann 1922—23. Hann
var skipaður prófessor í íslenskum fræðum
án kennsluskyldu og aldurstakmarks 1-
mars 1945.
Ævi Sigurðar Nordals var einkar fjöl-
þætt, jafnt í fræðastörfum sem í skáldskap
og framfaramálum háskólans. Hann flutti
oftsinnis fyrirlestra við erlenda háskóla,
gegndi embættum þar og var kjörinn heið-
ursdoktor við Háskóla íslands (dr. litt. isl.)
og við fjölda erlendra háskóla. Hann var
heiðursfélagi, félagi og bréfafélagi margra
erlendra vísindafélaga. Ritstörf hans voru
mikil að vöxtum, hann skrifaði firnin öll
af bókum og ritgerðum, aðallega fræðilegs
eðlis, en einnig samdi hann skáldrit, fékkst
við Ijóðagerð og skrifaði leikrit. Það er
ekki ofsagt, að hann hafi verið einn hinna
mestu brautryðjenda íslenskra fræða og
mennta.
Theódór B. Líndal, prófessor emeritus i
lögfræði, andaðist 2. febrúar 1975.
Hann var fæddur 5. desember 1898 1
Reykjavík. Lauk cand. juris prófi frá Ha-
skóla íslands 1923 og stundaði framhalds-
nám í Danmörku, Noregi og Þýskalandi
1926—27. Var aukakennari við lagadeild
Háskóla íslands 1941—54.
Theódór B. Líndal var skipaður prófessor
1. júní 1954 og gegndi því embætti til
ársins 1969. Hann gegndi yfirgripsmiklum
störfum sem málflutningsmaður og dómat1
og lét löggjöf mjög til sín taka.