Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 205
kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
Úr gerðahókum háskólaráðs háskólaárið 1974—1975
203
I- Stjórn háskólans
Rannsókn á nemendafjölda og skrám
Lögð fram drög að tímaáætlun og fját-
hagsáætlun um endurskipulagningu á helstu
skrám háskólans og um að ganga frá þeim
í tölvutæku formi til að auðvelda skýrslu-
Serð undirrituð af Jóni Þór Þórhallssyni.
15. maí 1975.
Lögð fram spá um fjölda nýinnritana árin
1975—1980, er Halldór Halldórsson hafði
Sert, og spá um nemendafjölda árin 1975
—1980, er dr. Oddur Benediktsson hafði
gert.
7. ágúst 1975.
Stjórnaraðild stúdenta við Háskóla íslands
Lagðar fram umsagnir frá guðfræðideild,
viðskiptadeild og verkfræði- og raunvís-
Jndadeild um málið.
Ennfremur lagði rektor fram svofellda til-
lögu:
„Háskólaráð ályktar að fela rektor að
semja i sumar drög að frumvarpi til breyt-
lnSa á háskólalögum, þar sem
1- hlutdeild stúdenta í rektorskjöri verði
aukin í 1/3,
2- stúdentar fái allt að 4 fulltrúa í háskóla-
ráði,
3- Félag háskólakennara fái 2 fulltrúa í
háskólaráði, og sé annar þeirra ekki úr
hópi fastra kennara,
'1' aðild stúdenta í stjórn deilda og skora
verði endurskoðuð og reynt að samræma
tillögur deilda og stúdenta í því efni.
’l illögur þessar skulu verða tilbúnar til
afgreiðslu í háskólaráði fyrir upphaf næsta
háskólaárs."
Tillaga rektoxs samþykkt með 6 sam-
hljóða atkvæðum.
Sigurður Líndal prófessor óskaði bókað:
„Eg tel það ekki til bóta fyrir stjórnsýslu
háskólans að fjölga í stjórnarstofnunum, en
greiði þó til samkomulags tillögunni at-
kvæði. Áskil ég mér allan rétt til að taka
afstöðu óháð þessarri samþykkt, þegar end-
anlegar tillögur liggja fyrir."
1. júlí 1975.
II. Málefni deilda og stofnana
1. Guðfræðideild
Guðfræðistofnun
Bréf guðfræðideildar ásamt tillögu að reglu-
gerð fyrir „Guðfræðistofnun Háskóla Is-
lands". Voru menn almennt sammála um
að „stofnanastefna" háskólans þarfnaðist
gagngerðrar endurskoðunar. Reglugerðartil-
lögurnar samþykktar samhljóða.
13. mars 1975.
2. Læknadeild
Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfarar
Kynnt nefndarálit um menntun sjúkraþjálf-
ara og iðjuþjálfara.
Háskólaráð fellst í öllum aðalatriðum á
álit nefndarinnar og samþykkir, að upp
verði tekin kennsla í sjúkraþjálfun haustið
1976, enda verði þá fyrir hendi fullnægj-
andi fjárveitingar, húsnæði, kennslukraftar
og önnur nauðsynleg aðstaða að mati há-
skólaráðs. 17. apríl 1975.
3. Heimspekideild
Staða erlendra sendikennara
Bréf Jacques Raymond, sendikennara í
frönsku um nauðsynlegar breytingar á stöðu
erlendra sendikennara við Háskóla íslands.
29. apríl 1975.