Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 229
Háskólabókasafn
227
Bókakaup. Kostnaður safnsins við kaup
á bókum og tímaritum var sem hér segir:
1973 1974 1975
(þús. kr.) (þús. kr.) (þús. kr.)
2.867 3.859 6.175
Auk þess lagði Raunvísindastofnun til
nokkurt fé vegna tímaritaáskrifta í safnúti-
búinu þar og Norræna eldfjallastöðin vegna
kaupa á ritum til sameiginlegs útibús stofn-
unarinnar og háskólans í Jarðfræðahúsi.
I febrúar og mars 1975 var föstum
kennurum í flestum deildum háskólans sent
bréf þar sem þeir voru beðnir að gera grein
fyrir mikilvægi tímarita þeirra sem bóka-
safnið kaupir í fræðigrein viðkomandi
kennara. Svör bárust frá þorra viðtakenda
þessara bréfa. Var höfð hliðsjón af þessari
könnun við endurskoðun tímaritaáskrifta
safnsins.
Bókagjafir. Árið 1968 gaf Volkswagen-
stofnunin í Hannover Háskóla Islands
150.000 þýsk mörk til kaupa á þýskum
bókum. Hafa kaup safnsins á þýskum bók-
utn síðan verið að miklu leyti kostuð af
bessari rausnarlegu gjöf, og voru við árslok
1975 eftir af henni til ráðstöfunar 39.800
mörk.
í tilefni af 1100 ára afmæli íslands-
kyggðar 1974 gaf ríkisstjórn Vestur-Þýska-
lands safninu um 100 bindi, flest úr röðinni
4fonumenta Germaniae historica.
Þá er þess að geta, að í október 1974
barst til Landsbókasafns mikil bókagjöf,
samtals um 1100 bindi, frá erfingjum sr.
H-ögnvalds Péturssonar í Winnipeg. Bækur
þessar eru gefnar Landsbókasafni og Há-
skóla íslands sameiginlega, til varðveislu í
hinni nýju þjóðarbókhlöðu, þegar þar að
kemur, en fyrst um sinn verða bækurnar
geymdar í Landsbókasafni. Gjöf þessi er
framhald af fyrri stórgjöfum fjölskyldu sr.
Rögnvalds til þessara stofnana (sbr. Árbók
Landsbókasafns 31 (1974), s. 8—9).
Aðrir gefendur eru m.a. þessir:
— Anglia
— Erfingjar Arnars Ásgeirssonar stud med.
— Dr. Ástvaldur Eydal
— British Council
— Dansk-islandsk fond í Kaupmannahöfn
(um hendur próf. von Eyben)
— Deutsche Forschungsgemeinschaft
— Frederick og Alison Heinemann
— D. K. Hirlekar, ræðismaður íslands í
Bombay
— Próf. Jón Steffensen
— Juristforbundet í Kaupmannahöfn
— Hópur ferðamanna frá Katalóníu
— Sendiráð Kínverska alþýðulýðveldisins
— Dr. Matthías Jónasson (með samþykki
menntamálaráðuneytis, bækur merktar
'Uppeldisfræðirannsóknir’)
— Nordiska skattevetenskapliga forsk-
ningsrádet
— Universitetsforlaget í Osló
— Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna
— Erfingjar Þórarins Jónssonar tónskálds
— Sendiráð Þýska alþýðulýðveldisins.
Ritaskipti. Safnið heldur uppi ritaskipt-
um við fjölmörg bókasöfn, stofnanir og
einstaklinga erlendis. Er ýmist um að ræða
gagnkvæm skipti, þannig að hvor aðili um
sig sendir hinum, eða einhliða sendingar á
ársskýrslum, kennsluskrám og öðru kynn-
ingarefni.