Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 237
Háskólabókasafn
235
forsenda þess að miðskráning og samvinna
milli safna um skráningu og flokkun kæmi
að fullum notum væri sú, að samhljóða
flokkunarkerfi væri lagt til grundvallar
flokkuninni. Voru þær Nanna Bjarnadóttir
°g Guorún Karlsdóttir fengnar til að gera
samanburð á 'Flokkunarkerfi fyrir íslensk
bókasöfn’ og 18. útgáfu Dewey flokkunar-
kerfisins. Sendu þær landsbókaverði og há-
skólabókaverði niðurstöður sínar 13. maí.
I framhaldi þessara viðræðna var Islands-
saga tekin til flokkunar og skráningar. Var
þar um frumflokkun og -skráningu að ræða
að mestu leyti. Önnur sagnfræðirit voru
etnnig tekin til meðferðar og gengið frá
nokkrum hluta þeirra. Var þetta verk unnið
1 samvinnu við Landsbókasafn. Lagði
Landsbókasafn til flokkunarvinnu og skrán-
'ngartexta, en Háskólabókasafn gekk frá
textanum á stensla, lagði til skráningar-
spjöld og sá um fjölgun spjalda. Gerð voru
að meðaltali 10 sett fyrir hvert skráð rit.
Háskólabókasafn fékk 1—2 sett eftir þörf-
Um. en Landsbókasafn varðveitir afganginn,
°g er ætlunin að söfn sem þess æskja geti
Pantað spjaldasett frá Landsbókasafni með-
an birgðir endast. Var mikið hagræði að
Þessari samvinnu fyrir bæði söfnin.
Árið 1974 tók skráningarmiðstöð á veg-
Um Landsbókasafns og bókafulltrúa ríkisins
að gefa út spjöld fyrir íslensk rit, frumsamin
°S þýdd, gefin út árið 1973 og síðan. Var
söfnum gefinn kostur á að gerast áskrif-
endur að heilum árgöngum. Háskólabóka-
safn keypti strax tvo fyrstu árgangana, og
hafa því velflest íslensk rit, frumsamin og
þýdd frá og með árinu 1973, verið skráð,
og er það nýbreytni því að fyrr hefur ekki
verið um reglubundna skráningu íslenskra
rita að ræða, að undanskildum þeim sem
eru í útibúum.
Þegar tími vannst til var unnið að því
að setja á stensla 'samskrá í bókasafnsfræði’,
sem einungis var til í flokkuðu uppkasti.
Var þeirri vinnu að mestu lokið á árinu og
auk þess búið að fjölrita nokkurn hluta
skrárinnar og ganga frá tvöfaldri spjaldskrá
fyrir þann hluta.
10. Samskrá
Utgáfa Samskrár um erlendan ritauka ís-
lenzkra rannsóknarbókasafna hófst árið
1970 á vegum Landsbókasafns, og hefur
verið með reglubundnum hætti siðan. Skrá-
in skiptist í tvo aðskilda hluta: A (hugvís-
indi) og B (raunvísindi), og koma út tvö
hefti af hvorum hluta á ári. Alls leggja nú
níu söfn efni til skrárinnar, en þau eru auk
Landsbókasafns og Háskólabókasafns:
— Bókasafn Hafrannsóknastofnunarinnar
— Bókasafn Hæstaréttar
— Bókasafn Orkustofnunar
— Bókasafn Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins
— Læknisfræðibókasafn Borgarspítalans
— Læknisfræðibókasafn Landspítalans
— Tæknibókasafn Iðnþróunarstofnunar
Islands.
Þátttaka Háskóiabókasafns á tímabilinu
var sem hér segir:
1973 1974 1975
pjöldi rita (spjalda) ..................... 4.067 3.919 3.435