Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Síða 292
Heimspekideild og fræðasvið hennar
290
Kolbeinn Tumason og Hómilíubókin.
Maukastella1) færð Jónasi Kristjánssyni
fimmtugum. Rvík 1974, 10—11.
Verkefni sem unnið hefur verið að á tíma-
bilinu:
Hallfreðar saga. Ný textaútgáfa eftir hand-
ritunum. Mun koma út innan skamms hjá
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.
To skjaldesagaer. Meiri hlutur bókarinnar
Skáldasögur (Rvík 1961) endursaminn á
dönsku. Osló 1976.
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
Fræðilegar ritgerðir:
The Development of lcelandic Folklore
Studies. NIF Newsletter, 3. árg. 4. hefti.
Turku 1975.
Vísindafyrirlestrar:
Síra Magnús Pétursson prestur á Hörgs-
landi og þjóðsagnir um hann. Fluttur við
Háskóla íslands 1973 (námsbraut í alm.
þjóðfélagsfræðum) og við þjóðfræðideildir
háskólanna í Uppsölum og Stokkhólmi
1975.
x) Maukastella er lítið rit sem starfs-
menn Árnastofnunar tóku saman og færðu
Jónasi Kristjánssyni fimmtugum, 10. apríl
1974. í ritinu, sem var fjölritað í 120
eintökum, eru 18 örstuttar greinar eftir
jafnmarga höfunda, og alvara vísindanna
er allvíða nokkrum gáska blandin. Ritið
er heitið eftir 17. aldar handriti Jóns Rúg-
manns, papp. 4to nr. 33 í Konungsbók-
hlöðu í Stokkhólmi, en Jón skýrir nafn-
gift sína svo á titilblaði:
„Bók þessi heitir Mauka-Stella því að
hún er af mauki, blöndu, sulli, gruggi,
rudda og skólpi saman sulluð.”
Um íslensk cevintýri. Fluttur við School of
Scottish Studies í Edinborg 1975.
Verkefni sem unnið hefur verið að á tíma-
bilinu:
Ritgerð á ensku um rímnakveðskap.
Úrval íslenskra cevintýra, prentaðra og
óprentaðra, frá því í byrjun 18. aldar og
fram á okkar daga ásamt skýringum og
formála um söfnun íslenskra ævintýra og
rannsóknir á þeim. Mun birtast í safnritinu
Skand. Volksmárchen, sem Deutsche Aka-
demie der Wissenschaften í Berlín ætlar
að gefa út. Ráðgert er að úrvalið komi út
á norsku hjá Universitetsforlaget í Oslo.
Aðalstarfið hefur verið yfirlitssöfnun
íslenskra þjóðfrceða í bundnu máli °S
óbundnu auk þjóðlaga. Hefur efni þetta
einkum verið hljóðritað, en einnig hefut
borist nokkuð af handritum. Hljóðritað
efni sem safnað hefur verið tekur um 740
klst. í flutningi. Gerð hefur verið spurn-
ingaskrá um þulur og gátur. Unnið hefur
verið að efnisskrá um þjóðfræðasafnið og
jafnframt hefur verið undirbúin fræðileg
áætlun um tilhögun frekari þjóðfræða-
söfnunar.
Söfnunarferðir:
í ágúst 1973: ferð um Dali og vestur til
Patreksfjarðar. Ennfremur ferð um Borgar-
fjörð.
í maí 1974: ferð á Blönduós. Einnig fer^
um Borgarfjörð ásamt Árna Björnssyni.
Sumarið 1975 styrkti Árnastofnun Frosta
Fífil Jóhannesson, sem numið hefur þjóð-
fræði við Uppsalaháskóla, til söfnunar þjoð-
fræða í Skagafirði, en á móti kom rausnar-
legt framlag skagfirðinga sjálfra.